­

SKIPULAGSSKRÁ FRÆÐSLUNETSINS SíMENNTUNAR Á SUÐURLANDI SES.

Fræðslunet Suðurlands var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Nafni þess var breytt í Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi árið 2013.

Meginmarkmið stofnunarinnar, skv. stofnskrá hennar, er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu.
Við Fræðslunetið starfa nú tólf starfsmenn. Aðalstarfsstöð Fræðslunetsins er í Fjölheimum Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þar er skrifstofa þess og kennslustofur. Einnig er starfsstöð á Hvolsvelli að Vallarbraut 16, í Kötlusetri í Vík og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri og í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Námskeið Fræðslunetsins skiptast í megin dráttum þannig:

  • Námsbrautir FA, einkum ætluð þeim sem litla formlega menntun hafa.
  • Sérsniðin námskeið sem haldin eru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagsamtök.
  • Íslenskunámskeið fyrir útlendinga.
  • Námskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir fatlað fólk.
  • Námskeið fyrir almenning.

Gerðar greiningar á fræðsluþörfum fyrirtækja og stofnana samkvæmt sérstökum samningum þar um.

 

 ­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.