­

 

 1. Námsgjöld eru innheimt og um þau að fullu samið við upphaf náms. 
 2. Greiðslumöguleikar eru eftirfarandi: 
  a. Greidd krafa sem birtist í heimabanka.
  b. Greitt er með Netgíró
  c. Greitt er með raðgreiðslum VISA
 3. Greidd námsgjöld eru óafturkræf hætti námsmaður við eftir að nám hans er hafið.  
 4. Hætti námsmaður við nám áður en það hefst, sem hann hefur skuldbundið sig í með innritun; skal hann greiða umsýslugjald eftir atvikum allt að kr. 12.000. -
 5. Standi námsmaður ekki í skilum með námsgjöld verður aðgangi hans að net- og kennslukerfum Fræðslunetsins lokað.
 6. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur námsmaður óskað eftir að taka sér hlé á námi þar til sama eða sambærileg námsleið hefst aftur og getur þá átt skólagjöld inni í allt að tvö ár samkvæmt samkomulagi við Fræðslunetið þar um. 
 7. Námsmaður skal vera skuldlaus vegna eldra náms við Fræðslunetið í upphafi nýs náms. 
 8. Komi til vanskila fara þau fyrst í milliinnheimtu hjá Mótus og síðar, eftir aðstæðum, í löginnheimtu með tilheyrandi kostnaði sem fellur á námsmanninn.
 9. Afhending útskriftarskírteina að námi loknu fer eigi fram nema námsgjöld séu að fullu greidd.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline