­
Innritun á námskeið fer fram í gegnum vef Fræðslunetsins. Greitt er með korti eða netgíró.

Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:

  • námskeið
  • nafn umsækjanda
  • kennitala
  • heimilisfang
  • GSM-númer
  • netfang
  • stéttarfélag (ef um það er að ræða)

Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er námsmaður minntur á námskeiðið með sms og/eða tölvupósti. 


Reglur um innheimtu námsgjalda 

  1. Námsgjöld eru innheimt og um þau að fullu samið við upphaf náms með korti eða netgíró, nema um annað sé samið.
  2. Greiðslumöguleikar eru eftirfarandi: 
    a. Greidd krafa sem birtist í heimabanka.
    b. Greitt er með Netgíró
    c. Greitt er með korti og einnig er hægt að greiða með raðgreiðslum VISA
  3. Greidd námsgjöld eru óafturkræf hætti námsmaður við eftir að nám hans er hafið.  
  4. Hætti námsmaður við nám áður en það hefst, sem hann hefur skuldbundið sig í með innritun; skal hann greiða umsýslugjald eftir atvikum allt að kr. 12.000 -
  5. Standi námsmaður ekki í skilum með námsgjöld verður aðgangi hans að net- og kennslukerfum Fræðslunetsins lokað.
  6. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur námsmaður óskað eftir að taka sér hlé á námi þar til sama eða sambærileg námsleið hefst aftur og getur þá átt skólagjöld inni í allt að tvö ár samkvæmt samkomulagi við Fræðslunetið þar um. 
  7. Námsmaður skal vera skuldlaus vegna eldra náms við Fræðslunetið í upphafi nýs náms. 
  8. Komi til vanskila fara þau fyrst í milliinnheimtu hjá Mótus og síðar, eftir aðstæðum, í löginnheimtu með tilheyrandi kostnaði sem fellur á námsmanninn.
  9. Afhending útskriftarskírteina að námi loknu fer eigi fram nema námsgjöld séu að fullu greidd.

Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði og fá skírteini.
Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé tekið fram.
Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.