Eldfjöll Íslands
Á námskeiðinu verður fjallað um eldfjöll og eldgos og því sem gosi fylgir eins og jarðskjálftar. Farið verður yfir hversu ólík eldgos geta verið og hvernig eldfjöll á Íslandi geta gosið. Hvenær gusu eldfjöllin á Íslandi síðast og hvenær munu þau mögulega gjósa aftur, já og af hverju gjósa þau alltaf aftur og aftur? Rætt verður um nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 15.000 kr.