­

Fagnám í umönnun fatlaðra

Flokkur: Formlegt nám

 Markmið námsins er að auka færni og þekkingu námsmanna á aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks til að efla lífsgæði þeirra og virkni. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi fatlaðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu.

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaðra en í því felst að vinna við þjónustu á heimilum og stofnunum fyrir fatlaða. Það getur einnig hentað þeim sem starfa í þjónustu við aldraða og sjúka og fyrir þá sem vinna með börnum og unglingum í vanda. Breyttar áherslur í starfi kalla á aukna fagmennsku og markvissa starfsþróun þannig að starfsfólk geti veitt framsækna og metnaðarfulla þjónustu.

Námið spannar 324 klukkustundir. 164 stundir með leiðbeinanda og  160 stundir án leiðbeinanda (starfsreynsla/þjálfun). Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Stéttarfélögin greiða hluta námsins niður fyrir sína félagsmenn í samræmi við reglur hvers félags.

  • Hvar: Fjölheimar Selfossi, Nýheimar Höfn og fjarfundur.
  • Hvenær: Hefst á haustönn 2017
  • Verð: 54.000.-

 Sjá námskrá

 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is