Heilbrigðari lífsstíll fyrir lengra komna
Á námskeiðinu verður farið í markmiðasetningu þar sem við lærum að setja okkur skýr markmið. Rætt verður hvað þarf að gera til að ná markmiðunum og hvað getur haft áhrif á að við náum markmiðunum. Skoðað er hvernig hreyfing hentar hverjum og einum og af hverju mikilvægt er að hita upp og teygja. Farið verður nánar í fæðuhringinn og orkuefnin skoðuð. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 17.000 kr.