Hugmyndir að hreyfingu
Á námskeiðinu verða kenndar léttar upphitanir og teyju æfingar. Skoðað verður hver er munurinn á mismunandi æfingum og leiðum til að komast í betra líkamlegt form. Skoðað hvernig hægt er að hreyfa sig á skemmtilegan hátt án líkamsræktarstöðva en einnig er tækjasalur og hóptímar heimsóttir. Markmiðið er að kynnast nýjum og spennandi leiðum til að auka hreyfinguna og bæta heilsuna. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 12.200 kr.