Eldað í heimahúsi
Eldað er heima hjá þátttakendum og þeim kennt að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat í sínu eigin eldhúsi. Ákveðið er fyrirfram hvað á að elda hverju sinni og sjá þátttakendur sjálfir um að útvega hráefni. Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Kennt er einu sinni í viku klukkutíma í senn í 4 skipti, samtals 6 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 7.800 kr.