Hollur og góður heimilismatur
Kennt er að útbúa hollan mat, gómsætan og fjölbreyttan mat. Námskeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir og einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglulega heima. Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 23.100 kr.