­

Félagsliðabrú

Frá | From 10.08.2020 17:10 til | until 28.05.2022 20:10
Námskeiðsflokkur | Categories: Formlegt nám

 

 

 
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður upp kennslu á félagsliðabrú haustið 2020. Námið er 32 (gamlar) einingar og er kennt á fjórum önnum. Þátttakendur geta valið um sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarþjónustu. Sérhæfingin er 7 einingar á hvoru sviði en nemendur geta tekið bæði sviðin ef þeir kjósa. 

Athugið að tímasetning er birt með fyrirvara um breytingu.  

Fyrir hverja?

•Þá sem hafa náð 22 ára aldri.
•Þá sem hafa að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu á sviði ummönnunar barna, unglinga, fatlaðra, sjúkra og aldraðra.  
•Þá sem hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum á vegum símenntunarmiðstöðva, stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila, s.s. ýmis fagnámskeið, starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði.

Stéttarfélögin styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.  

Kennslufyrirkomulag:
Nám á félagsliðabrú er fjórar annir og eru kenndar um 9 einingar á hverri önn. Kennsla fer að mestu leyti fram í vendikennslu með áherslu á virka þátttöku nemenda. Rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Námið hefst í september 2020 og lýkur í júní 2022. Kennsla fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Kennsla fer fram einu sinni í viku á kennslustað en gert er ráð fyrir að annað skiptið verði með vendikennslusniði. 
 
Kennt verður kl. 17:10-20:10 miðvikudaga en vendikennslutíminn er að eigin vali í sömu viku. Öll kennsla verður tekin upp og gerð aðgengileg fyrir námsmenn eftir tímana. 
 

Eydís Katla Guðmundsdóttir er verkefnastjóri þessa náms og veitir allar upplýsingar um það.

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sími: 560 2030

Verð fyrir 42 gamlar einingar er 158,000.-

Ath að verð er birt með fyrirvara um breytingu á verðskrá Fræðslusjóðs. Verðið sem hér birtist er samkvæmt VERÐLISTA FRÆÐSLUSJÓÐS 2021 Gildir frá 01.02.2021

Athugið að námsskráin verður með breyttu sniði í framtíðinni þar sem hluti námsins fer uppá 3. þrep og námið lengist. 

Áfangar:

Heilbrigðisfræði
Félagsfræði
Félagsleg virkni 
Aðstoð og umönnun
Sálfræði 

Fjölskylda og félagsleg þjónusta
Lyfjafræði 
Næringarfræði 
Skyndihjálp

Valgreinar
Samfélagsþjónusta aldraðra 
Öldrunarferli 
eða

Fötlun

Fötlun og samfélag

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.