Snjalltækin okkar
Fræðslunetið heldur námskeið í snjalltækjafærni fyrir 60 ára og eldri. Námskeiðin verða haldin um allt Suðurland og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Miðað er við að þátttakendur noti spjaldtölvur eða snjallsíma á námskeiðinu, helst eigin tæki.
Markmiðið er að þátttakendur:
- Þjálfist í rafrænum samskiptum, að nota tölvupóst og þjónustur á vefsíðum, fái þjálfun í að nota rafræna þjónustu og skilríki, s.s. vegna Heilsuveru, Skattsins, heimabanka o.fl.
- Læri að versla á Netinu og að bóka viðburði og þjónustur, s.s. leikhús, flug, gistingu o.fl.
- Læri að nota samfélagsmiðla og efnisveitur, s.s. Facebook, Netflix o.fl.
- Lögð verður áhersla á verklega kennslu sem miðast við hvern og einn
Leiðbeinandi: Bjarni Ásbjörnsson, tölvunarfræðingur
Hvert námskeið er 8 klukkustundur. Kennt er tvær klukkustundir í senn, tvisvar í viku.
Námskeiðið er kostað af félagsmálaráðuneytinu og er því þátttaendum að kostnaðarlausu
Innritun og upplýsingar í síma 560 2030 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Dagsetningar námskeiða:
Staður | Kennsluhúsnæði | Hópur | Dagar | Dagsetning | kl. |
Hella | Námsverið Miðjunni | 2 | Fimmtudagar og föstudagar | 10. - 18. nóvember | kl. 15-17 |
Selfoss | Fjölheimar | F | Þriðjudagur og fimmtudagur 22. og 24. nóvember - þriðjudagur og miðvikudagur 29. og 30. nóvember | 22. -30. nóvember | kl. 10-12 |
Hvolsvöllur | Námsverið tónlistarskólanum | 1 | Fimmtudagar og föstudagar | 1.-9. desember | kl. 10-12 |
Hvolsvöllur | Námsverið tónlistarskólanum | 2 | Fimmtudagar og föstudagar | 1.-9. desember | kl. 13-15 |
Þorlákshöfn | Ráðhúsið | 1 | Mánudagar og þriðjudagar | 5.-13. desember | kl. 10-12 |
Þorlákshöfn | Ráðhúsið | 2 | Fimmtudagar og föstudagar | 5.-13. janúar | kl. 13-15 |
Flúðir | Félagsheimilið | 1 | Fimmtudagar og föstudagar | 19. -27. janúar | kl. 10-12 |
Reykholt | Bergheimar | 1 | Þriðjudagar og fimmtudagar | 2. - 10. febrúar | kl. 13-15 |