Léttar líkamsæfingar og rúllutími (foamflex)
Farið verður í léttar styrktaræfingar í upphafi hvers tíma og síðan er líkaminn nuddaður með rúllu.
- Örvar flæði til vöðva og vefja líkamans
- Léttir á verkjum í líkama
- Eykur liðleika líkamans
Þátttakendur mæti í þægilegum fötum/íþróttafötum
Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 16:45 í 40 mínútur hvert skipti. Námskeiðið er í 10 vikur, samtals 10 kennslustundir.
Tími: Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.
Verð: 11.100 kr.