­

Matartækni

Frá | From 24.08.2020 17:00 til | until 20.05.2022 20:00
Námskeiðsflokkur | Categories: Formlegt nám , Matartækni

Fræðslunetið í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi kynnir nám í matartækni sjá nánar um námið hér

Matartækni er starfsnám á framhaldsskólastigi og fer fram í skóla og atvinnulífi.  Meginmarkmið námsins er að nemendur hljóti nauðsynlega þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við kröfur heilbrigðisstofnana og mötuneyta um matreiðslu sérfæðis og hollt og næringarríkt almennt fæði. Nemendur gera áætlanir, pöntunar-og verkefnalista, setja saman matseðla fyrir mismunandi hópa og vinna eftir gæðastöðlum um hreinlæti og meðferð matvæla. 

Matartækni er löggild heilbrigðisgrein. Meðalnámstími er um þrjú ár að meðtalinni 53 vikna starfsþjálfun.

Þeir sem hafa áhuga fyrir náminu geta skráð sig hér. Haft verður samband við væntanlega námsmenn í ágúst þar sem kynnt verður frekar tilhögun námsins og tímasetningar. 

Fræðslunetið hefur fengið styrk frá Sóknaráætlun Suðurlands vegna námsins.

sóknaráætlun Suðurlands        logo MK

 


­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.