­

Þrif og frágangur - 4 kennslustundir

Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.sími 560 2030
 
Fræðslunetið hefur skipulagt nokkur hagnýt námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila. Námskeiðin eru haldin inná vinnustaðnum eða í húsnæði Fræðslunetsins (Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri eða Höfn í Hornafirði). Hægt er  halda námskeiðin fyrir nokkra ferðaþjónustuaðila í einu ef óskað er.
 
Hreint og snyrtilegt umhverfi er afar mikilvægt hjá ferðaþjónustu-fyrirtækjum. Það stuðlar að öryggiskennd og trausti á fyrirtækinu. Á þessu námskeið er farið yfir eftirtalda þætti:
  • Persónulegt hreinlæti
  • Skipulag þrifa og aðferðir við þrif og frágang
  • Meðferð ræsti- og hreingerningaefna
  • Meðferð og notkun áhalda og tækja við þrif
  • Viðbrögð við óværu, trúnaður við gesti, friðhelgi einkalífs
  • Árangursrík samskipti og trúverðugleiki
  • Þjónusta og þjónustusamskipti
  • Vinnuvernd og öryggi
  • Stefna, starfsemi og þjónusta viðkomandi fyrirtækis
Tímasetning: ákveðin í samráði við ferðaþjónustuaðila
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.