­

Virkninámskeið Fræðslunetsins eru fjölbreytt námskeið sem miða að því að efla færni einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit. Starfsfólk Fræðslunetsins hefur þróað í samstarfi við ýmsa sérfræðinga fjölda námskeiða. Námskeiðum fylgir oft einstaklings- og hóparáðgjöf með stuðningi og eftirfylgni. Námskeiðin eru sérsniðin að óskum þeirra aðila sem sinna einstaklingum í starfsendurhæfingu og atvinnuleit.

Samstarfsaðilar:

  • Vinnumálastofnun 
  • Birta starfsendurhæfing Suðurlands
  • Virk starfsendurhæfing

Dæmi um námskeið:

  • Sjálfsstyrkingarnámskeið
  • Starfsleitarnámskeið
  • Upplýsingatækni
  • Skapandi smiðjur, t.d FABLAB
  • Fjármálanámskeið
  • Verkjameðferðarnámskeið
  • Hugræn atferlismeðferð (HAM)

Námskeiðin eru frá tíu til fimmtíu klukkustunda löng og þau lengstu ná þá yfir nokkrar vikur.

Leiðbeinendur á námskeiðum eru ávallt sérfræðingar hver á sínu sviði með mikla reynslu í að vinna með fólki í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit.

Verkefnastjórar virkninámskeiða eru: Sandra D. Gunnarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.