­

Fræðslunetið getur veitt Markviss ráðgjöf. Ráðgjöfin felst í að meta þörf fyrir starfsmenntun í fyrirtækjum og vinna fræðsluáætlun í kjölfarið. Fyrirtæki sem fara í  Markviss ráðgjöf geta sótt um styrk í verkefnið ,,Ráðgjafi að láni" hjá stéttarfélögum.

Hafðu samband við Fræðslunetið og fáðu upplýsingar um ráðgjöfina hjá Markvissráðgjöfum okkar. 

Markvissráðgjafar Fræðslunetsins

  • Áslaug Einarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
  • Eydís Katla Guðmundsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Eyjólfur Sturlaugsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Sandra D. Gunnarsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Sólveig R. Kristinsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Meira um Markviss:

Markviss er aðferð þar sem leitast er við að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum. Með Markviss er tekist á við verkefni sem fela í sér að skipuleggja fræðslu, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar í víðustu merkingu. Þessu skipulagi er síðan fylgt eftir á stefnufastan hátt og árangur af verkefninu mældur og metinn eftir því sem tök eru á. Markviss gefur stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu sérhvers starfsmanns í samræmi við það mat.

Markviss (Markviss uppbygging starfsmanna) er greiningaraðferð sem var þróuð sem samvinnuverkefni danskra iðnfyrirtækja og launþegasamtaka iðnaðarins og er starfrækt af skrifstofu SUM (Strategisk Udvikling af Medarbejdere) í Danmörku. Aðferðin hefur reynst vel í dönskum fyrirtækjum og eru ráðgjafar starfandi víða um Danmörku. Ráðgjafarnir eru þjálfaðir í því að aðstoða fyrirtæki við að finna lausnir og möguleika á sviði fræðslu og menntunar sem samsvara þörfum þeirra og markaðarins. Núna eru starfandi Markviss-ráðgjafar á öllum fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni.
 
Grunnhugmyndin á bak við Markviss er sú að bestur árangur næst við uppbyggingu starfsmanna þegar samvinna er á milli stjórnenda og starfsmanna í verkefninu. Aðferðir og verkfæri eru því hönnuð þannig að bæði yfirmenn og starfsmenn geti tekið þátt í ferlinu frá upphafi til enda. Það tryggir gagnkvæman skilning, áhuga og þátttöku allra sem vinna í fyrirtækinu og eykur líkur á varanleika og áframhaldandi uppbyggingu.
 
 
 
 

 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline