­

 

Ráðgjafar Fræðslunetsins

IMG 3514     sandradg      eydiskatla211
 Sólveig R. Kristinsdóttir  Sandra D. Gunnarsdóttir  Edís Katla Guðmundsdóttir

 

Raunfærnimat á vorönn 2023

  • Raunfærnimat fyrir sjúkraliða | Upplýsingar veitir Sólveig R. Kristinsdóttir
  • Raunfærnimat fyrir matartækna | Upplýsingar veitir Sólveig R. Kristinsdóttir

Fleiri greinar raunfærnimats verða kynntar á næstunni.

Sólveig R. Kristinsdóttir er verkefnastjóri raunfærnimats hjá Fræðslunetinu. Hafðu samband við hana ef þú vilt kynna þér raunfærnimat frekar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 560 2030.

Eydís Katla Guðmundsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Sandra D. Gunnarsdóttir, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sjá einnig um raunfærnimat hjá Fræðslunetinu.

Sjá myndband um raunfærnmat á íslensku - Video on validation of prior learning in english

Sjá bækling um raunfærnimat - á íslensku

VALIDATION OF NON-FORMAL AND INFORMAL LEARNING IN ICELAND - in english

Raunfærnimat gengur út á að staðfesta og meta raunverulega færni þína í skilgreindum verkum eða námsefni án tillits til þess hvernig eða hvar þú hefur náð færninni.

Raunfærni er samanlögð færni sem þú hefur náð til dæmis með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.

Þegar rætt er um raunfærni eru eftirfarandi skilgreiningar oft notaðar:

  • Formlegt nám: Færni sem þú náðir og fékkst viðurkennda með útskrift eða prófskírteinum frá formlegum skólayfirvöldum.
  • Óformlegt nám: Færni sem aflað er í námi utan skólakerfis, til dæmis hjá símenntunarmiðstöðvum, námsflokkum eða með námskeiðum á vinnustað. Þessi færni er oft staðfest með skírteini eða viðurkenningu á þátttöku.
  • Formlaust nám: Færni sem þú hefur öðlast í gegnum daglegar athafnir tengdar starfi, fjölskyldu eða frítíma en hefur hvorki skírteini né aðra staðfestingu á að þú hafir náð þessari færni.

Hver getur farið í raunfærnimat?

Ef þú hefur náð 23 ára aldri og unnið í tiltekið starf í 3 ár eða lengur getur þú farið í raunfærnimat. Það er breytilegt hvaða raunfærnimat er boðið uppá hverju sinni á Suðurlandi. Kynntu þér málið! Síminn er 560 2030

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.