![]() |
![]() |
![]() |
||
Sólveig R. Kristinsdóttir | Eydís Katla Guðmundsdóttir | Sandra D. Gunnarsdóttir |
Sandra D. Gunnarsdóttir, Sólveig Kristinsdóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir eru náms- og starfsráðgjafar Fræðslunetsins. Þjónusta þeirra er án endurgjalds fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar.
Viðtalspantanir eru í síma 560 2030. Einnig er hægt að hafa samband með netpósti sandra[hjá]fraedslunet.is This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ráðgjafarnir eru með aðsetur í Fjölheimum Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þær fara einnig reglulega á aðrar starfsstöðvar Fræðslunetsins á Hvolsvelli, Vík og Höfn og víðar sé eftir því óskað.
Hafðu samband við ráðgjafana og kannaðu möguleika á námi og námskeiðum á vegum Fræðslunetsins. Kannaðu líka möguleika á öðru námi.
Hefur þú áhuga á að:
- Auka möguleika þína í starfi og á vinnumarkaði?
- Bæta við þig þekkingu?
- Skoða námsmöguleika?
- Setja þér markmið í námi og starfi?
- Fá aðstoð við að takast á við hindranir í námi?
- Fá leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi og starfi?
- Rækta sjálfan þig?
- Fara í áhugasviðsgreiningu?
Með því að ræða við náms- og starfsráðgjafa getur þú:
- Fengið upplýsingar um nám og störf.
- Fengið aðstoð við að kanna áhugasvið þitt og færni.
- Fengið aðstoð við að setja þér raunhæf markmið.
- Fengið upplýsingar um styrki.
Náms- starfsráðgjafi vinnur samkvæmt siðareglum félags náms- og starfsráðgjafa og er bundinn trúnaði um málefni ráðþega.