­
 Catherine R. Gallagher og forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson

Fimmtudaginn 14. janúar 2021 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölheimum á Selfossi. Að þessu sinni voru aðeins 10 manns viðstaddir vegna sólttvarnaraðgerða en fundinum var jafnframt streymt á netinu og fylgdist á fjórða tug með honum með þeim hætti. Eins og áður heiðraði forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, samkomuna með nærveru sinni.

Að þessu skiptist styrkur sjóðsins milli þriggja styrkþega:

Benedikt Traustason, en hann vinnur að meistararitgerð í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Vistfræði birkis á Suðurlandi og takmarkandi þættir fyrir landnám þess. Samhliða loftslagsbreytingum hefur sjálfgræðsla birkis aukist en verkefni Benedikts miðar m.a. að því að afla skilnings á því hvaða staðbundnu aðstæður liðka fyrir eða hamla viðgangi og landnámi birkis á Suðurlandi.
Catherine R. Gallagher, en hún vinnur að doktorsverkefni í jarðfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Characterising ice-magma interactions during a shallow subglacial fissure eruption: northern Laki, a case study. Rannsóknin fjallar um samspil íss og kviku í sprungugosi undir þunnri jökulhettu og nýtir sér Skaftáreldana 1783-84 sem vettvangsdæmi. Skilningur á eldvirkni við fyrrnefndar aðstæður er mikilvægur þar sem jöklar hörfa nú æ meir.
Maite Cerezo, en hún vinnur að doktorsverkefni í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Tengsl varpþéttleika, atferlis og stofnstjórnunar hjá spóa. Ein birtingarmynd hnignandi líffjölbreytni er mikil fækkun farfugla, og vega þar þungt eyðing búsvæða af mannavöldum auk loftslagsbreytinga. Sunnlendingar bera ábyrgð á stórum hluta heimsstofns spóans og er þess vænst að rannsóknin geti stutt við vernd spóastofnsins og skyldra tegunda.

 Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands heldur hinn árlega hátíðarfund sinn þann 14. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður lokaður að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana í sóttvarnarskyni. Fundurinn verður sendur út í myndstreymi og hér neðst má sjá upplýsingar um hvernig tengjast má fundinum.
Það væri okkur mikil ánægja ef eigendur félaganna (Fræðslunetsins og Háskólafélagsins), styrktaraðilar sjóðsins og sem flestir Sunnlendingar gætu fylgst með fundinum.


Dagskrá fundarins:
1. Fundarstjóri setur fund.
2. Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrverandi styrkþegi kynnir doktorsverkefni sitt; Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems.
3. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
4. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkina.
5. Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS: Menntaverðlaun Suðurlands.
6. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir menntaverðlaun Suðurlands.
7. Fundarstjóri slítur fundi.
Fundarstjóri: Sigursveinn Sigurðsson

Með von um að sjá ykkur sem flest,
Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins
___________________________________________________________________________
Upplýsingar til að tengjast hátíðarfundinum:
Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands
14. janúar kl. 17:00
Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/87652478676?pwd=cXhJL1RLNmJyMmtwcXBQd3VzZFYzdz09
Meeting ID: 876 5247 8676
Passcode: 298442

Please read the following: If you are a member of the Union Báran (https://baran.is), Verkalýðsfélag Suðurlands VFLS (https://vlfs.is), Afl starfsgreinafélag (https://asa.is) or if you are unemployed and receive benefits from VMST, the Directorate of Labor – Vinnumálastofnun (https://vmst.is), please register by sending an e-mail to: Steinunn Ósk at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., who will in turn contact you. 

________________________

Prosimy o przeczytanie następujących informacji: Jeśli jesteś członkiem Związku Zawodowego Báran (https://baran.is), Verkalýðsfélag Suðurlands VFLS (https://vlfs.is), Alf starfsgreinafélag (https://asa.is) lub jesteś bezrobotny i otrzymujesz zasiłek z VMST, Urzędu Pracy – Vinnumálastofnun (https://vmst.is), prosimy o zarejestrowanie się za pomocą wiadomości e-mail do Steinunn Ósk na adres: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., która następnie skontaktuje się z Tobą.

________________________

Biðjum þig vinsamlegast um að lesa eftirfarandi: Ef þú ert meðlimur í verkalýðsfélaginu Báran eða verkalýðsfélagi Suðurlands, Afl Starfsgreinafélag (https://asa.is) eða ert atvinnuleitandi hjá VMST þá biðjum við þig vinsamlegast um að skrá þig með því að hafa samband við Steinunni Ósk með tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hún mun hafa samband við þig.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.