­

Eftirfarandi námsbrautir eru í undirbúningi á haustönn. Með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er hægt að fá frekari upplýsingar um námið, fá tíma hjá náms- og starfsráðgjafa og innrita sig í nám. Smellið á heiti námsins til að fá ferkari upplýsingar. 

 

Útskrift á Höfn í Hornafirði

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Gróa Herdís

Segir Gróa Herdís Bæringsdóttir sem stundar nám hjá Fræðslunetinu.


Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður uppá margskonar nám fyrir fullorðið fólk, m.a. nám á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Námið er kennt í dreifnámi með vendikennsluskipulagi en þá er einn áfangi kenndur í einu. Þetta fyrirkomulag hefur mælst mjög vel fyrir, það hentar sérlega vel þeim sem stunda nám með vinnu og veitir aukinn sveigjanleika í námi. Alls hafa 59 einstaklingar lokið brúarnámi frá Fræðslunetinu og í vor munu 12 félagsliðar útskrifast og 6 leikskólaliðar og 11 stuðningsfulltrúar. Gróa Herdís Bæringsdóttir sem er öryrki er 27 ára og býr í Austur-Landeyjum. Hún er ein af þeim sem útskrifast sem leikskólaliði í vor en hún hóf nám haustið 2014.


Hvað varð til þess að þú valdir þetta nám?

„Þegar ég var hætt á endurhæfingarlífeyri og komin á örorkubætur þá virtust öll úrræði vera úr sögunni. Þegar ég var í endurhæfingu þá voru miklir möguleikar í boði en ekkert eftir að ég fór á örorkuna. Ég hafði verið í Virk í langan tíma og þar var yndisleg kona sem vildi allt fyrir mig gera og einn daginn hringdi hún í mig, þó ég væri ekki lengur í Virk og sagði mér frá námskeiði á vegum Fræðslunetsins. Þannig byrjaði boltinn að rúlla og á námskeiðinu var mér bent á allskonar nám sem væri í boði og ég valdi mér að fara í leiksskólaliðann.“

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline