Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2022. Úthlutað verður kr. 1.600.000 í styrki þetta árið.Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.
Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember næstkomandi og skulu umsóknir vera sendar á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á www.fraedslunet.is og www.hfsu.is
- Details:
Um þessar mundir eru tíu ár síðan að Fræðslunetið bauð í fyrsta sinn upp á nám fyrir félagsliða. Í þessum fyrsta hópi skráðu sig 12 þátttakendur. Námið var skipulagt til tveggja ára og kennt var tvisvar í viku. Eftir þetta fyrsta ár var komin góð reynsla á námsfyrirkomulagið og því fór Fræðslunetið af stað með sambærilegt nám fyrir starfsfólk leikskóla og haustið 2013 var í fyrsta sinn boðið upp á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Síðan þá hafa báðar þessar námsbrautar verið vel sóttar og í heildina hafa 149 einstaklingar útskrifast úr náminu.
- Details:
Sædís Ösp Valdemarsdóttir verkefnastjóri á Höfn í Hornafirði hefur nú látið af störfum hjá Fræðslunetinu, en hún hefur starfað hjá okkur í nokkur ár. Við starfi hennar tekur Róslín Valdemarsdóttir, sem hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu um tíma í hlutastarfi. Eyjólfur framkvæmdastjóri Fræðslunetsins þakkaði Sædísi vel unnin störf þegar hún var kvödd á skólaslitunum í byrjun mánaðar. Sædís hverfur nú til starfa í fyrirtæki þeirra hjóna.
- Details: