­
Eyjólfur Sturlaugsson, nýr framkvæmdastjóri FSS

Eyjólfur Sturlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastóri Fræðslunetsins og mun hann taka við starfinu um áramótin. Eyjólfur var valinn úr hópi 15 umsækjenda. Hann hefur langa reynslu af skólamálum, starfar sem skólastjóri Auðarskóla í Búðardal en starfaði áður sem skólastjóri Vallaskóla á Selfossi frá árinu 2002-2009. Eyjólfur lauk B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1989, var í framhaldsnámi í sama skóla og lauk diplómunámi í upplýsingatækni. Árið 2011 lauk hann MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Eyjólfur er kvæntur Guðbjörgu Hólm Þorkelsdóttur og eiga þau fjögur börn. 

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2015. Styrkurinn nemur 1.200.000 kr.

Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.
Styrkumsóknir sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember næstkomandi. 

Eftirsóttustu námskeiðin eru:

Já, þar er hægt! Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun - 16. nóvember, Aðeins tvö laus pláss - smella til að skoða nánar

Hnyklasaumur Vík - 16. nóvember, örfá pláss laus - smella til að skoða nánar og skrá sig

Spjaldtölvur og snjallsímar - Klaustri - 18. nóvember  - örfá pláss laus - smella til að skoða nánar og skrá sig

Sölutækni - Selfossi - 25. nóvember - smella hér til að skoða nánar og innrita sig. Í samstarfi við VMS

Fleiri námskeið eru í boði, kynnið ykkur málið á nánar

Innritun í síma 560 2030

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline