­

Fræðslunetið er nú að taka í notkun nýjan vef. Það getur tekið nokkra daga að ljúka við vinnu við vefinn og eru notendur beðnir velvirðingar ef þeir finna ekki það sem þeir leita að á vefnum eða verða fyrir einhverjum óþægindum vegna þessa. Ábendingar má senda á steinunnosk[hjá]fraedslunet.is.

Nýr fulltrúi FSu í stjórn Fræðslunetsins Sigursveinn Már Sigurðsson.
Gylfi Þorkelsson sem setið hefur um árabil í stjórn Fræðslunetsins ákvað fyrir nokkru að láta af stjórnarsetu. Gylfi kom fyrst inn í stjórn 2002, sem fulltrúi SASS, og starfaði sem formaður stjórnar óslitið frá 2005. Frá 2010 hefur Gylfi svo setið sem fulltrúi FSu.
Nýr fulltrúi FSu í stjórn Fræðslunetsins er Sigursveinn Már Sigurðsson. Sigursveinn, sem er spænskukennari að upplagi, er með BA próf í spænsku frá HÍ, auk kennsluréttinda og með M.Ed.gráðu frá St. Francis Xavier University í Nova Scotia, Kanada. Sigursveinn hefur kennt spænsku í FSu síðan 2006 og einnig starfað sem sviðsstjóri tungumála, samfélagsgreina og lífsleikni frá haustönn 2014.
Laufey
Frá stofnun Fræðslunetsins,  hefur Gunnar Bragi Þorsteinsson framkvæmdastjóri TRS ehf. setið í stjórn Fræðslunetsins sem fulltrúi Atorku; samtökum atvinnurekenda á Suðurlandi. Gunnar hefur nú óskað eftir því að stíga til hliðar og farið þess á leit við  stjórn Atorku,  að annar einstaklingur verði tilnefndur í hans stað.
Stjórn Atorku samþykkti á fundi sínum nú nýverið, að tilnefna Laufeyju Ósk Magnúsdóttur ljósmyndara  sem fulltrúa atvinnurekenda í stjórn Fræðslunetsins í stað Gunnars. Laufey  er löggiltur ljósmyndari; fæddur og uppalinn Selfyssingur. Eftir stúdentspróf  lærði Laufey ljósmyndun í Tækniskólann og fór í kjölfarið á starfssamning hjá Fríði Eggertsdóttur á Svipmyndum.  Í dag rekur Laufey ljósmyndastofuna Stúdíó Stund á Selfossi.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline