­

Námið hefst þriðjudaginn 20. september kl. 17.30 í Fjölheimum á Selfossi. Umsóknarfrestur rann út 3. september.

Markmið: Að búa námsmenn undir svæðisbundna ferðaleiðsögn á Suðurlandi.
Námið er: 23 eininga nám sem skiptist á tvær annir og samanstendur af kjarnagreinum (17 einingar) og svæðisbundinni leiðsögn (6 einingar). Áætlað er að námið hefjist í september 2016 og ljúki í maí 2017.
Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að vera 21 árs við upphaf náms, hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám eða reynslu að baki.  Gott vald á einu erlendu tungumáli er nauðsynlegt.
Fyrirkomulag:  Kennt verður 1-2 kvöld í viku og auk vettvangs- og æfingaferða. Námið verður að miklum hluta í fjarkennslu.
Ávinningur: Námið er matshæft inní Leiðsöguskóla MK og veitir svæðisbundin leiðsöguréttindi.

Skoða áfangalýsingar

Smelltu hér til að skoða nánar.

Athugið: Hægt verður að taka einstaka áfanga sem verða metnir af MK og kostar hver eining 14.000.-

Starfsmannabreytingar verða hjá Fræðslunetinu í upphafi haustannar.  Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjóri sem var í 50% stöðuhlutfalli á Höfn hefur látið af störfum.  Eyrún Guðmundsdóttir verkefnastjóri á Höfn bætir við sig 30% stöðuhlutfalli og leitað verður til annarra aðila Höfn með einstök verk- og þjónustukaup.
Árdís Óskarsdóttir ritari í Fjölheimum á Selfossi lætur nú af störfum eftir áralanga þjónustu hjá Fræðslunetinu.  Við ritarstarfinu tekur Oddný Sigríður Gísladóttir, sem hefur starfað í nokkurn tíma hjá Fræðslunetinu við ýmis störf.  Í kjölfarið verðu auglýst  á næstunni eftir starfsmanni í það starf sem útaf stendur.
 
Frá námskeiðinu Tækifæri í ferðaþjónustu
Í vor lauk viðamiklu þróunarverkefni hjá Fræðslunetinu sem snýst um að þróa og tilraunakenna nám, undir heitinu Tækifæri í ferðaþjónustu, fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og þá sem hafa áhuga á starfi í greininni.
Verkefnið er samstarf Fræðslunetsins - símenntunar á Suðurlandi, Atorku - félags atvinnurekenda á Suðurlandi,  Fjölbrautabrautaskóla Suðurlands, Vinnumálastofnunar Suðurlandi,  Verslunarmannafélags Suðurlands og þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Fræðslusjóður veitti styrk til verkefnisins.
Við undirbúning og skipulagningu námsins var leitað samstarfs við fyrirtæki og þjónustuaðila á öllu starfssvæði Fræðslunetsins sem nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri. Send var könnun til tæplega 100 aðila sem brugðust vel við og einnig voru fyrirtæki í Árnessýslu boðuð til fundar til nánara samstarfs svo námið mætti gagnast sem best, bæði vinnustöðum og þátttakendum.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.