­

 

Nú erum við í óðaönn við að skipuleggja nýtt námsframboð vorannar 2017. Til að kynna sér námið nánar er hægt að smella á heiti námsins hér fyrir neðan.

  • Járningar og hófhirða, hefst 19. janúar.
  • Skrifstofuskólinn - nám fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði. Helstu greinar, tölvuvinnsla, verslunarreikningur og tölvubókhald.
  • Fjarkinn - fjögur gagnleg námskeið fyrir ferðaþjónustuna.
  • Skrefið, stutt en gagnlegt nám fyrir lesblinda, þar sem m.a. er lögð áhersla á að nýta sér nýjustu tækni til aðstoðar við lestur og ritun.

 

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2016.  Styrkurinn nemur 1.200.000 kr.
Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Styrkumsóknir sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Umsóknarfrestur er til 6. nóvember næstkomandi.  Nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar eru að finna hér.
Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri FnS sagði nokkur orð við opnunina.

Þann 29. ágúst sl., var  nýtt námsver á Hellu formlega opnað. Það er á jarðhæð í Miðjunni þar sem áður voru fundarsalir sveitarfélagsins.  Gengið er inn að norðanverðu. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélagsins Rangárþings ytra, Háskólafélagsins og Fræðslunetsins.

Það var Rangárþing ytra sem hafði frumkvæði að því að stofna til þessarar samvinnu og koma á fót námsveri.  Sveitarfélagið leggur til húsnæðið og sér um rekstur þess en félögin tvö lögðu til húsbúnað. Aðstaðan er hin ákjósanlegasta með aðgangi að vel búinni kaffistofu. 

Góð mæting var við opnunina og góður rómur gerður að framtakinu og aðstöðunni.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.