­
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í NOTENDARÁÐI?
Fræðslunetið auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Umsóknarfrestur í notendaráðið er til 6. mars og skal sækja um hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða beint hjá Lilju Össurardóttur, verkefnastjóra símenntunar fatlaðs fólks; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í notendaráði verða 4-6 einstaklingar en fleiri gætu komist að á námskeiðin sem Fræðslunetið hefur skipulagt til undirbúnings setu í ráðinu. Námskeiðið hefst 13. mars og verður 13 skipti.
Það er þjónusturáð Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks sem ákvað að stofna notendaráð sem eingöngu er skipað fötluðu fólki. Starf notendaráðs er að gefa álit sitt á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.
Sveinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og styrkhafarnir: Aldís Erna Pálsdóttir, Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir

Þann 10. janúar  fór fram árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs. Fundurinn fór að venju  fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands að viðstöddum forseta Íslands og rúmlega fimmtíu gestum sem komu víðsvegar að af Suðurlandi.
Hefð hefur verið fyrir því á hátíðarfundum að fá kynningu á einhverju verkefni, sem sjóðurinn hefur styrkt.  Þetta árið var það Guðmundur Örn Sigurðsson styrkhafi frá 2014 sem kynnti sitt áhugaverða verkefni; Jarðskjálftasvörun vindmylla í nærsviðs nágrenni. 
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarformaður sjóðsins fór yfir niðurstöðu dómnefndar sjóðsins og gerði grein fyrir niðurstöðum. Sjóðurinn ákvað að þessu sinni að styrkja tvö verkefni um samtals kr. 1.200.000 -.  Styrkhafar sjóðsins 2016 eru: Aldís Erna Pálsdóttir vegna doktorsverkefnisins; Áhrif breytinga á landnotkun á vaðfuglastofna.
Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttur sameiginlega vegna mastersverkefnisins; Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum.
Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti styrkina.
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands hefur styrkt fjölmörg rannsóknarverkefni sem öll eiga það sameiginlegt að snúa að einhverju leyti að Suðurlandi.  Þannig hefur sjóðurinn með stuðningi samfélagsins átt þátt í að búa til nýja og hagnýta þekkingu fyrir Suðurland.

Í tilefni af veitingu styrks úr sjóðnum fyrir árið 2016 og afhendingu menntaverðlauna Suðurlands hefur stjórn sjóðsins og SASS ákveðið að efna til hátíðarfundar í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 10. janúar næstkomandi kl. 17.00.
Það væri okkur ánægja ef þú/þið sæjuð ykkur fært að vera viðstödd þennan hátíðarfund.
 
Dagskrá fundarins:
1. Tónlistaratriði. 
2. Fundarstjóri setur fund. 
3. Guðmundur Örn Sigurðsson styrkhafi sjóðsins 2014 kynnir verkefni sitt.
4. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
5. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkinn.
6. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Ávarp til styrkþega.
7. Gunnar Þorgeirsson, formaður SASS: menntaverðlaun Suðurlands. 
8. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir menntaverðlaun Suðurlands.
9. Ávarp forseta Íslands.
10.  Fundarstjóri slítur fundi.

Fundarstjóri: Ásmundur Sverrir Pálsson 
 
Að fundi loknum um kl. 18.00  býður sjóðurinn gestum upp á veitingar í kaffiteríu fjölbrautaskólans.
 
Eyjólfur Sturlaugsson                                       Sigurður Sigursveinsson

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.