­
Menntastoðir

Kennsla í Menntastoðum hefst þann 5. janúar. Það er hægt að bæta við nýjum þátttakendum á vorönn. Þær námsgreinar sem verða kenndar á vorönn eru tungumál; enska og danska, heimildavinna og stærðfræðiáfangi. Námsbrautin opnar leið inní undirbúningsdeildir háskólanna, s.s. Háskólans á Bifröst, HR eða Keilis. Einnig eru Menntastoðir tækifæri fyrir þá sem vantar bóklega áfanga í iðnnámi. Hægt er að sjá námskrá og nánari upplýsingar um námið hér og einnig er hægt að snúa sér til Eydísar Kötlu, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 560 2030.

Eldri borgarar nota snjallsíma og spjaldtölvur

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið undirritaði fyrr á þessu ári samning við Fræðslunetið um kennslu í tölvulæsi fyrir eldra fólk í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar eldra fólki á Suðurlandi að nýta sér þjónustu og rafræn samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum. Fræðslunetið kallar þessi námskeið „Snjalltækin okkar“ og hófst kennslan sl. vor og lýkur í mars á næsta ári. Það er tölvunarfræðingurinn Bjarni Hlynur Ásbjörnsson sem sér um kennsluna og hefur hann ferðast víða um fjórðunginn vegna þessa. Hvert námskeið er í fjögur skipti, tvær klukkustundir í senn.

Markhópurinn er fólk eldra en 60 ára sem hefur þörf á að læra á snjalltæki, spjaldtölvu og/eða snjallsíma. Námskeiðin fela í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti. Bæði er lögð áhersla á hagnýtt gildi sem og skemmtana gildi tækjanna.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðunum geta haft samband við Fræðslunetið í síma 560 2030 eða með tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjá dagskrá námskeiðanna

Ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2021 eru komin á vefinn okkar. Nálgast má gögnin hér: 

Ársskýrsla 2021

Ársreikningur 2021

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.