­

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2021. Úthlutað verður kr. 1.600.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember næstkomandi og skulu umsóknir vera sendar á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á www.fraedslunet.is (reglur sjóðsins | verkefni og styrkþegar) og www.hfsu.is.

Ársreikningur og ársskýrsla Fræðslunetsins fyrir árið 2020 hefur nú verið birt hér á vefnum. Gögnin er hægt að nálgast hér: 

Ársskýrsla 2020 

Ársreikningur 2020

Útskriftarhópur Menntastoða

Formlegu skólastarfi vorannar lauk með útskriftarhátíð á Hótel Selfossi fimmtudaginn 3. júní sl. Þá útskrifuðust þeir sem hafa lokið einingabæru námi af einhverju tagi. Fimmtán námsmenn luku Menntastoðum og níu námsmenn útskrifuðst af þjónustubrautum. Starfið í vetur hefur gengið vel og verið blómlegt þrátt fyrir hinn umtalaða faraldur. Starfsfólkið brást fljótt við og setti nám yfir í fjarnám þegar ekki var mögulegt að halda úti staðkennslu. Reyndar er stór hluti náms hjá Fræðslunetinu ávallt í fjarkennslu svo af þessu sköpuðust engin vandræði, enda allir orðnir vel sjóaðir í krísustjórnun. Það er fróðlegt að skoða tölur yfir fjölda námsmanna okkar og kemur fjöldinn sem stundar nám eða nýtur ráðgjafar hjá Fræðslunetinu örugglega mörgum á óvart, en alls voru það tæplega 1100 manns nú á vorönn.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.