­
Gróa Herdís

Segir Gróa Herdís Bæringsdóttir sem stundar nám hjá Fræðslunetinu.


Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi býður uppá margskonar nám fyrir fullorðið fólk, m.a. nám á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Námið er kennt í dreifnámi með vendikennsluskipulagi en þá er einn áfangi kenndur í einu. Þetta fyrirkomulag hefur mælst mjög vel fyrir, það hentar sérlega vel þeim sem stunda nám með vinnu og veitir aukinn sveigjanleika í námi. Alls hafa 59 einstaklingar lokið brúarnámi frá Fræðslunetinu og í vor munu 12 félagsliðar útskrifast og 6 leikskólaliðar og 11 stuðningsfulltrúar. Gróa Herdís Bæringsdóttir sem er öryrki er 27 ára og býr í Austur-Landeyjum. Hún er ein af þeim sem útskrifast sem leikskólaliði í vor en hún hóf nám haustið 2014.


Hvað varð til þess að þú valdir þetta nám?

„Þegar ég var hætt á endurhæfingarlífeyri og komin á örorkubætur þá virtust öll úrræði vera úr sögunni. Þegar ég var í endurhæfingu þá voru miklir möguleikar í boði en ekkert eftir að ég fór á örorkuna. Ég hafði verið í Virk í langan tíma og þar var yndisleg kona sem vildi allt fyrir mig gera og einn daginn hringdi hún í mig, þó ég væri ekki lengur í Virk og sagði mér frá námskeiði á vegum Fræðslunetsins. Þannig byrjaði boltinn að rúlla og á námskeiðinu var mér bent á allskonar nám sem væri í boði og ég valdi mér að fara í leiksskólaliðann.“

 Á myninni eru þau Svava Sæberg, Jacek Miroslaw Sosnowski ásamt Eyjólfi framkvæmdastjóra Fræðslunetsins.

Fræðslunetið og Stracta hótel hafa gert samning um greiningu fræðsluþarfa hjá hótelinu. Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Hæfnisetursins og er kostað af Landsmennt undir merkjum "Fræðslustjóra að láni". Markmið þess er að efla gæði og færni í ferðaþjónustu hér á landi. Á myndinni sem var tekin við undirritun samninga eru þau Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, Svava Sæberg veitingastjóri og Jacek Miroslaw Sosnowski matreiðslumaður frá Stracta hótel á Hellu. 

 Á myninni eru eigendur Friðheima þau Helena og Knútur Rafn ásamt Eyjólfi framkvæmdastjóra Fræðslunetsins.

Fræðslunetið hefur gert samning við Friðheima um greiningu fræðsluþarfa hjá fyrirtækinu. Verkefnið er tilraunaverkefni sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stendur að en Fræðslunetið sér um framkvæmdina og er greiningin kostuð af Landsmennt starfsmenntasjóði.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.