­

Hér eru nokkrar myndir frá útskriftinni í vor. Ljósmyndari er Laufey Ósk Magnúsdóttir.

fraedslunetid2017 2small.jpg

Menntastoðir. Alls luku 13 náminu.

Nú eru í undirbúningi nokkrar námsleiðir á haustönn 2017. Með því að smella á heiti námsleiðanna hér fyrir neðan má nálgast frekari upplýsingar um námið og skrá sig nema annað sé tekið fram. Einnig verður boðið uppá brúarnám fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og félagasliða, nánari upplýsingar veitir Eydís Katla - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námsbraut Lengd/einingar  Kennslutími Umsjón - netfang
Ferðamálabraut - hefst eftir miðja september 51 eining 2017-2019 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fagnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla - hefst 18. sept. 210 stundir veturinn 2017-2018  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu 61 stund haustönn 2017 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Menntastoðir - Námið hófst í ágúst. 660 stundir veturinn 2017-2018 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Nemendur af leikskólaliðabrú og félagsliðabrú settu upp húfurnar.

Fræðslunetið var með útskrift á Hótel Selfossi fimmtudaginn 1. júní. Þetta var fjölmenn útskrift, en nokkuð á annað hundrað manns mættu. Útskriftarnemar voru 94, útskrifað var af 8 námsbrautum og úr tvenns konar raunfærnimati. Námsbrautirnar, sem eru viðurkenndar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu eru: Skrifstofuskólinn, Menntastoðir, Grunnmenntaskólinn, Félagsliðabrú, Leikskólaliðabrú og Skref til sjálfhjálpar. 18 námsmenn luku námi í Svæðisleiðsögn sem var haldið í samvinnu við MK og 6 af Listnámsbraut fyrir fatlað fólk. Raunfærnimat var haldið í almennri starfshæfni og húsasmíði og voru 16 útskrifaðir.  

30. maí var haldin útskrift á Höfn. Þar útskrifuðust 9 úr Grunnmenntaskóla, 11 útskrifuðust úr verslunarfulltrúarnámi og er það í fyrsta sinn á landsvísu sem nemendur eru útskrifaðir af þeirri námsbraut. Þá voru 3 sem útskrifuðust úr raunfærnimati í húsasmíði. Sjá frétt á heimasíðu VR um verslunarfulltrúa.

Við erum afskaplega stolt af námsmönnunum okkar og þeim góða árangri sem þeir hafa náð og óskum þeim hjartanlega til hamingju. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.