­
Starfsmannabreytingar verða hjá Fræðslunetinu í upphafi haustannar.  Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjóri sem var í 50% stöðuhlutfalli á Höfn hefur látið af störfum.  Eyrún Guðmundsdóttir verkefnastjóri á Höfn bætir við sig 30% stöðuhlutfalli og leitað verður til annarra aðila Höfn með einstök verk- og þjónustukaup.
Árdís Óskarsdóttir ritari í Fjölheimum á Selfossi lætur nú af störfum eftir áralanga þjónustu hjá Fræðslunetinu.  Við ritarstarfinu tekur Oddný Sigríður Gísladóttir, sem hefur starfað í nokkurn tíma hjá Fræðslunetinu við ýmis störf.  Í kjölfarið verðu auglýst  á næstunni eftir starfsmanni í það starf sem útaf stendur.
 
Frá námskeiðinu Tækifæri í ferðaþjónustu
Í vor lauk viðamiklu þróunarverkefni hjá Fræðslunetinu sem snýst um að þróa og tilraunakenna nám, undir heitinu Tækifæri í ferðaþjónustu, fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og þá sem hafa áhuga á starfi í greininni.
Verkefnið er samstarf Fræðslunetsins - símenntunar á Suðurlandi, Atorku - félags atvinnurekenda á Suðurlandi,  Fjölbrautabrautaskóla Suðurlands, Vinnumálastofnunar Suðurlandi,  Verslunarmannafélags Suðurlands og þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Fræðslusjóður veitti styrk til verkefnisins.
Við undirbúning og skipulagningu námsins var leitað samstarfs við fyrirtæki og þjónustuaðila á öllu starfssvæði Fræðslunetsins sem nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri. Send var könnun til tæplega 100 aðila sem brugðust vel við og einnig voru fyrirtæki í Árnessýslu boðuð til fundar til nánara samstarfs svo námið mætti gagnast sem best, bæði vinnustöðum og þátttakendum.

Sjálfsmyndir Baldvins, Stefáns og Hermanns.

Föstudaginn 3. júní opnuðu þeir Baldvin Eggertsson, Hermann Jarl Jónasson og Stefán Smári Friðgeirsson listsýningu í húsnæði Fræðslunetsins í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þeir hafa undanfarið ár verið á listnámsbraut fyrir fatlað fólk og sýna nú afrakstur námsins. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem haldin er listsýning á vegum Fræðslunetsins.
Sýningin sem ber heitið List í námi og er í samstarfi við List án Landamæra. Það eru og eru allir velkomnir á sýninguna sem opin verður á opnunartíma Fræðslunetsins til 13. júní.

Hægt er að skoða fleir myndir frá sýningunni á Face book síðu Fræðslunetsins: https://www.facebook.com/fraedslunetid/

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is