­
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2016.  Styrkurinn nemur 1.200.000 kr.
Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Styrkumsóknir sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Umsóknarfrestur er til 6. nóvember næstkomandi.  Nánari upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar eru að finna hér.
Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri FnS sagði nokkur orð við opnunina.

Þann 29. ágúst sl., var  nýtt námsver á Hellu formlega opnað. Það er á jarðhæð í Miðjunni þar sem áður voru fundarsalir sveitarfélagsins.  Gengið er inn að norðanverðu. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitarfélagsins Rangárþings ytra, Háskólafélagsins og Fræðslunetsins.

Það var Rangárþing ytra sem hafði frumkvæði að því að stofna til þessarar samvinnu og koma á fót námsveri.  Sveitarfélagið leggur til húsnæðið og sér um rekstur þess en félögin tvö lögðu til húsbúnað. Aðstaðan er hin ákjósanlegasta með aðgangi að vel búinni kaffistofu. 

Góð mæting var við opnunina og góður rómur gerður að framtakinu og aðstöðunni.

Námið hefst þriðjudaginn 20. september kl. 17.30 í Fjölheimum á Selfossi. Umsóknarfrestur rann út 3. september.

Markmið: Að búa námsmenn undir svæðisbundna ferðaleiðsögn á Suðurlandi.
Námið er: 23 eininga nám sem skiptist á tvær annir og samanstendur af kjarnagreinum (17 einingar) og svæðisbundinni leiðsögn (6 einingar). Áætlað er að námið hefjist í september 2016 og ljúki í maí 2017.
Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að vera 21 árs við upphaf náms, hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám eða reynslu að baki.  Gott vald á einu erlendu tungumáli er nauðsynlegt.
Fyrirkomulag:  Kennt verður 1-2 kvöld í viku og auk vettvangs- og æfingaferða. Námið verður að miklum hluta í fjarkennslu.
Ávinningur: Námið er matshæft inní Leiðsöguskóla MK og veitir svæðisbundin leiðsöguréttindi.

Skoða áfangalýsingar

Smelltu hér til að skoða nánar.

Athugið: Hægt verður að taka einstaka áfanga sem verða metnir af MK og kostar hver eining 14.000.-

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is