­
Námsmennirnir við útskriftina ásamt Gunnlaugi Dan, kennara og Stefáni Ólafssyni, prófdómara.

Í vetur hefur Fræðslunetið verið í samstarfi við Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu og Fisktækniskólann varðandi nám í Fisktækni fyrir starfsfólk Skinneyjar - Þinganess á Hornafirði. Nemendur fóru í gegum raunfærnimat árið 2016 og hófu nám strax í kjölfarið. Í gær luku þau prófi í Smáskiparéttindum en það nám hafa þau tekið samhliða vinnu á þessari önn. Við hjá Fræðslunetinu erum afar stolt af þessum hópi og óskum þeim innilega til hamingju með áfangann.

 

Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skáftárhrepps og Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins undirrita samning.

Sveitarfélagið Skaftárhreppur hefur samið við starfsmennastjóðinn Sveitamennt um að gerð verði þarfagreining á fræðsluþörfum meðal alls ófagmenntas starfsfólks hjá sveitarfélaginu.   Markmið sveitarfélagsins með vinnunni er að koma símenntun og starfsþórun starfsmanna í ákveðinn farveg, auka starfsánægju og bæta þjónustu.

Um er að ræða sérstakt verkefni sem kallast „Fræðslustjóri að láni“ og hefur staðið stofnunum og fyrirtækjum til boða af hálfu starfsmenntasjóða um nokkurra ára skeið.   Verkefnið fellst í því að utanaðkomandi ráðgjafi gerir þarfagreiningu á fræðsluþörfum meðal starfsmanna og skilar, að greiningu lokinni, til stjórenda fræðsluáætlun til eins árs.  Starfsmönnum býðst einnig viðtöl við náms- og starfsráðgjafa. 

Starfsmenntasjóðurinn Sveitamennt greiðir allan kostnað við verkefnið og hefur ráðið Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi til að sjá um þarfagreininguna og ráðgjöfina.  Verkefnið hófst formlega þann 15. mars síðastliðinn með undirritun samnings og áætlað er að því ljúki 1. júní næstkomandi.

Laugardaginn 25. mars verður haldinn kynningarfundur hjá Fræðslunetinu frá klukkan10 til 15.
Á fundinn koma sérlegir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og ræða um réttindi og samninginn. Eftir hádegi koma fulltrúar Átaks, félags fólks með þroskahömlun og kynna starf félagsins, helstu baráttumál og fleira.                                             
Allir velkomnir.
Hvenær: Laugardaginn 25. mars kl. 10 - 15
Hvar: Fjölheimum, Tryggvagötu 13, Selfossi
 
Sendiherrarnir er hópur fólks með þroskahömlun sem fengið hefur fræðslu og aðstoð til að tileinka sér ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna og annast fræðslu til annarra um efni og inntak mikilvægra ákvæða hans. Þeir hafa farið um allt land, haldið kynningarfundi á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum, mannréttindaráði Reykjavíkur, í velferðarráðuneytinu og víðar þar sem óskað hefur verið eftir kynningu þeirra á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline