­

Nú erum við í óðaönn að innrita á íslenskunámskeið sem haldin eru fyrir útlendinga. Við bjóðum uppá íslensku 1-4 víða á Suðurlandi, Þorlákshöfn, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Uppsveitum, Vík, Klaustri, Öræfum og Höfn. Hægt er að skoða öll námskeiðin hér.

Eftirfarandi námsbrautir eru í undirbúningi á haustönn. Með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er hægt að fá frekari upplýsingar um námið, fá tíma hjá náms- og starfsráðgjafa og innrita sig í nám. Smellið á heiti námsins til að fá ferkari upplýsingar. 

 

Útskrift á Höfn í Hornafirði

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.