Vegna heimsfaraldurs COVID-19 verða ekki hefðbundar útskriftir þetta vorið. Útskriftarskírteini og vottorð um námsárangur verður sent í pósti til námsmanna okkar. Á þetta við um námsbrautir FA, brúarnám og raunfærnimat. Skírteini vegna styttra náms, s.s. íslensku- og virkninámskeiða verða send í tölvupósti. Þeir sem óska eftir að fá send prentuð skírteini geta haft samband við afgreiðslu í síma 560 2030 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Due to the pandemic COVID-19, there will be no formal graduation this spring. The diplomas/certificates will be mailed to our students. This is the case for FA programs (all formal study). Certificate for shorter courses, e.g. Icelandic, will be emailed. Those wishing to receive a printed certificate can contact the reception at tel 560 2030 or email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Details:
Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.
Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu.
Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki eru rafræn eða í fjarkennslu. Stofnað verður til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki.
Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Þessi tímarammi verður endurskoðaður ef tilefni verður til.
Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir verða samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því námi/námskeiðum sem fræðsluaðilar bjóða upp á innan þessa tímaramma það er frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020
Um leið og Landsmennt hvetur stjórnendur fyrirtækja til þess að sinna sí-og endurmenntun starfsmanna sinna, vill stjórnin koma því á framfæri að tekið verði á móti öllum góðum hugmyndum að fræðslu sem kynnu að nýtast og falla vel að úthlutunarreglum sjóðsins.
Breytingar á úthlutunarreglum eru eftirfarandi:
- Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, miðað við núverandi reglur, verði hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
- Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
- Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar í síma 863 6480 eða á tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Details:
Note: This letter is in Icelandic, english and polish.
Uwaga! Niniejsze ogłoszenie dostępne jest w języku islandzkim, angielskim i polskim.
Vegna samkomubanns, sem heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um vegna COVID-19 veirunnar og tekur gildi frá og með 16. mars. Smellið hér
Due to a ban on mass gathering, which has been decided by the Minister of Health for the COVID-19 virus and is effective from 16th March. Please read this
Z powodu zakazu spodkań grupowych, które dzisiajwydał minister zdrowia pzezwirusa COVID-19kursy się nieodbędą. Zakaz spodkań rozpoczoł się16 marca. Przeczytaj to
- Details: