­
Menntastoðir haustið 2019

Áformað er að nám í Menntastoðum hefjist seinni partinn í ágúst 2019. Námið er ætlað þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum. Með almennum bóklegum greinum eða kjarnagreinum er vísað til íslensku, stærðfræði, erlendra tungumála og tölvu- og upplýsingatækni. Einnig er í náminu frjálst val sem fræðsluaðili ráðstafar með hliðsjón af þörfum námsmanna hverju sinni eða notar til að auka vægi einstakra námsþátta.

Sjá námsskrá: 

Sjá nánar á vef Fræðslunetsins:

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Ástrós Rún Sigurðardóttir styrkþegar vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands 2018

Þann 10. Janúar síðastliðinn fór fram árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Fundurinn fór að venju fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands að viðstöddum forseta Íslands og um 150 gestum sem komu víðsvegar að af Suðurlandi.
Hefð hefur verið fyrir því á hátíðarfundum að fá kynningu á einhverju verkefni sem sjóðurinn hefur styrkt. Þetta árið voru það Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir styrkhafar 2016 sem kynntu sitt áhugaverða verkefni; Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum.
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarformaður sjóðsins fór yfir niðurstöðu dómnefndar sjóðsins vegna styrkþega fyrir árið 2018 og gerði grein fyrir niðurstöðum. Sjóðurinn ákvað að þessu sinni að styrkja tvö verkefni um kr. 750.000 - eða samtals kr. 1.500.000 -. Styrkhafar sjóðsins fyrir árið 2018 eru:
• Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir vegna doktorsverkefnisins; Eyjafjallajökulsgos 2010 - áhrif á íbúa og enduruppbygging samfélaga. Í verkefninu er sjónum beint að seiglu samfélaga (community resilience) vegna náttúruhamfara. Kannað er hvernig íbúar, starfsfólk og viðbragðsaðilar í sveitarfélögunum Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi álitu sig í stakk búinir til að takast á við eldgos áður en Eyjafjallajökulsgosið árið 2010 hófst, hvaða áhrif gosið hafði og hvernig þessum samfélögum gekk að takast á við afleiðingar gossins.
• Ástrós Rún Sigurðardóttir vegna mastersverkefnisins; Þáttur félags- og menningarauðs í námi og menntun barna með fjölmenningarlegan bakgrunn. Í verkefninu verður leitast við að svara því hvaða áhrif menningar- og félagsauður foreldra og forráðamanna hefur á nám innflytjendabarna í Sveitarfélaginu Árborg og jafnframt að rannsaka hvernig grunnskólakennarar og annað fagfólk í skólasamfélaginu stuðla að fjölmenningarlegri menntun nemenda sinna.
Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti styrkina og ávarpaði fundinn.

Á myndinni eru frá vinstri; Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, Irena Halina Kolodziej, Uni Þór Einarsson og Erna G. Árnadóttir, náms- og starfsráðgjafi Iðunni fræðslusetri.

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var haldin á Grand hótel 29.nóvember s.l. Af því tilefni voru veittar viðurkenningar til fyrirmynda í námi fullorðinna, en sú viðurkenning hefur verið veitt árlega fá árinu 2007. Í ár var tveimur einstaklingum veitt viðurkenningin. Hafa þeir notið náms- og starfsráðgjafar, farið í gegnum raunfærnimat og/eða í gegnum eina eða fleiri námsleiðir eftir námskrám FA. Þau sem fengu viðurkenningu í ár voru þau Uni Þór Einarsson og Irena Halina Kolodziej. Voru þeim afhentar spjaldtölvur og blómvendir í viðurkenningarskyni.

Irena Halina Kolodziej sem var tilnefnd af Fræðslunetinu flutti til Íslands árið 1991 og settist hér að. Hún er fædd í Póllandi og hafði stundað ferðamálanám á fagháskólastigi áður en hún flutti hingað. Henni gekk ekki að fá nám sitt metið hér á landi og fékk ekki vinnu við hæfi. Hún hefur starfað við margvíslegt síðan hún flutti hingað en lengst af við afgreiðslustörf. Hana langaði alltaf til að ná lengra og árið 2012 fór hún í Skrifstofuskólann hjá Fræðslunetinu, símenntun á Suðurlandi. Í framhaldi af því fór hún í raunfærnimat í skrifstofugreinum og í síðan í nám á Skrifstofubraut í Menntaskólanum í Kópavogi. Hún fór þaðan í þroskaþjálfafræði við HÍ en skipti yfir í Uppeldis- og menntunarfræði við HÍ og lauk BA prófi í febrúar 2018. Samhliða því námi fékk hún inni í mastersnámi í náms- og starfsráðgjöf og stefnir á að ljúka náminu árið 2020.

Fræðslunetið óskar Irenu innilega til hamingju með viðurkenninguna.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.