­
Þátttakendur á námskeiðinu Meðferð matvæla ásamt Jaroslaw Dudziak sem túlkað og Guðrúnu Adolfsdóttur sem var ein af leiðbeinendum frá Sýni.

Nú á vorönn hefur staðið yfir 60 stunda námskeið sem var haldið fyrir Sláturfélag Suðurlands og Reykjagarð. Alls luku 16 námsmenn náminu en það var rannsóknarstofan Sýni sem sá að mestu um kennsluna. Námið snýst um gæði og öryggi í meðferð matvæla, matvælaeftirlit og matvælavinnslu. Að auki er fjallað um matvælaörverufræði og margt fleira. Þátttakendur voru bæði pólskir og íslenskir og því var allt túlkað á pólsku en um það sáu þau Jaroslaw Dudziak og Monika Figlarska. Námskeiðinu lauk með veislu þar sem þátttakendur útbjuggu ýmsa létta rétti.

Miðvikudaginn 24. maí kl. 14:00 munu Hörður Björnsson, Ingvar Friðgeirsson, Jóhann Guðjónsson, Margrét Óskarsdóttir, Ragnar Bjarki Ragnarsson og Sighvatur Eiríksson opna sýningu á verkum sínum í húsnæði Fræðslunetsins, Tryggvagötu 13. Þau hafa stundað nám við listnámsbraut fyrir fatlað fólk hjá Fræðslunetinu og ætla nú að sýna afrakstur vetrarins.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar en þeir sem komast ekki þá eru velkomnir síðar þar sem sýningin verður opin alla virka daga milli 8-16 og stendur til 21. júní.

augl raunfaerni

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefsvæðið notar vafrakökur (e. cookies) sem safna upplýsingum um virkni, heimsóknartíðni og fleira.
Persónuverndarstefna FnS Ég samþykki | OK Nei | Decline