­

Hér er fróðlegt viðtal við Söndru D. Gunnarsdóttur, náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra hjá Fræðslunetinu sem Iðan fræðslusetur tók við hana um mastersverkefnið hennar í náms- og starfsráðgjöf. 

Viðtalið er sótt á vefsíðu Iðunnar: https://idan.is/frettir/stok-frett/2020/11/19/Thad-er-svo-mikill-fokus-a-boknam/

 

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir árið 2020. Úthlutað verður kr. 1.600.000 í styrki þetta árið. Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnuog/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 6. desember næstkomandi og skulu umsóknir vera sendar á netföngin This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á www.fraedslunet.is og www.hfsu.is.

Viðbragðsáætlun Fjölheima ágúst 2020

 Í nýrri reglugerð sem Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út varðandi sóttvarnir í skólum eru sett fram ákveðin viðmið sem Fræðslunetið hefur útfært á eftirfarandi hátt:

  • Heimilt er að fjarlægð milli einstaklinga fari niður í einn metra. Seta námsmanna í skólastofum þar sem kennsla á vegum Fræðslunetsins fer fram er miðuð við að einn metri sé á milli námsmanna.
  • Þrif verða aukin í húsakynnum á vegum Fræðslunetsins. Aukin þrif ná til kennslurýma, salerna og sameiginlegra rýma. Sótthreinsun á snertiflötum verður aukin.
  • Umhverfi til að ástunda einstaklingsbundnar sóttvarnir verður bætt. Spritt stöðvum verður fjölgað og boðið verður uppá hanska. Mikil áhersla verður lögð á að kennarar og starfsmenn Fræðslunetsins ástundi einstaklingsbundnar sóttvarnir.
  • Námsmenn sem vilja bera andlitsgrímur eru hvattir til að gera slíkt. Þeir beri sjálfir kostnað af grímunotkuninni.
  • Fræðslunetið leitast við að skipuleggja allt nám þannig að námsmenn geti tekið þátt í því með fjarnámssniði treysti þeir sér ekki til að sækja staðbundið nám. Sumt nám verður þó ekki hægt að skipuleggja og framkvæma með rafrænum hætti eingöngu.
  • Eitt megineinkennið á þessum COVID tímum er óvissa um framtíðina. Í því ljósi er rétt að hafa það í huga að reglugerðir og takmarkanir á skólahaldi geta breyst með stuttum fyrirvara. Því þurfa námsmenn að verða viðbúnir að hluti náms þeirra eða jafnvel allt nám fari fram með rafrænum hætti.

Ef námsmenn telja sig ekki geta sótt staðbundið nám við þessar aðstæður eru þeir hvattir að hafa samband við verkefnastjóra og láta þá vita af því.

Mikilvægt er að allir námsmenn sem sækja staðbundið nám ástundi einstaklingsbundnar sóttvarnir og styðji og hvetji aðra í slíku. Að virða fjarlægðarmörk, spritta sig reglulega, nota hanska og andlitsgrímur er allt eðlilegt og mikilvægt í skólastarfi í dag. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.