­

 Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands heldur hinn árlega hátíðarfund sinn þann 14. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður lokaður að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana í sóttvarnarskyni. Fundurinn verður sendur út í myndstreymi og hér neðst má sjá upplýsingar um hvernig tengjast má fundinum.
Það væri okkur mikil ánægja ef eigendur félaganna (Fræðslunetsins og Háskólafélagsins), styrktaraðilar sjóðsins og sem flestir Sunnlendingar gætu fylgst með fundinum.


Dagskrá fundarins:
1. Fundarstjóri setur fund.
2. Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrverandi styrkþegi kynnir doktorsverkefni sitt; Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems.
3. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
4. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkina.
5. Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS: Menntaverðlaun Suðurlands.
6. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir menntaverðlaun Suðurlands.
7. Fundarstjóri slítur fundi.
Fundarstjóri: Sigursveinn Sigurðsson

Með von um að sjá ykkur sem flest,
Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins
___________________________________________________________________________
Upplýsingar til að tengjast hátíðarfundinum:
Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands
14. janúar kl. 17:00
Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/87652478676?pwd=cXhJL1RLNmJyMmtwcXBQd3VzZFYzdz09
Meeting ID: 876 5247 8676
Passcode: 298442

Please read the following: If you are a member of the Union Báran (https://baran.is), Verkalýðsfélag Suðurlands VFLS (https://vlfs.is), Afl starfsgreinafélag (https://asa.is) or if you are unemployed and receive benefits from VMST, the Directorate of Labor – Vinnumálastofnun (https://vmst.is), please register by sending an e-mail to: Steinunn Ósk at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., who will in turn contact you. 

________________________

Prosimy o przeczytanie następujących informacji: Jeśli jesteś członkiem Związku Zawodowego Báran (https://baran.is), Verkalýðsfélag Suðurlands VFLS (https://vlfs.is), Alf starfsgreinafélag (https://asa.is) lub jesteś bezrobotny i otrzymujesz zasiłek z VMST, Urzędu Pracy – Vinnumálastofnun (https://vmst.is), prosimy o zarejestrowanie się za pomocą wiadomości e-mail do Steinunn Ósk na adres: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., która następnie skontaktuje się z Tobą.

________________________

Biðjum þig vinsamlegast um að lesa eftirfarandi: Ef þú ert meðlimur í verkalýðsfélaginu Báran eða verkalýðsfélagi Suðurlands, Afl Starfsgreinafélag (https://asa.is) eða ert atvinnuleitandi hjá VMST þá biðjum við þig vinsamlegast um að skrá þig með því að hafa samband við Steinunni Ósk með tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hún mun hafa samband við þig.

Ragnhildur Gísladóttir, fyrirmynd í námi fullorðinna 2020

Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) sem haldinn var í fjarfundi í gær, fimmtudaginn 27. nóvember, var Ragnhildur Gísladóttir valin fyrirmynd í námi fullorðinna ásamt Guðbergi Reynisyni sem stundaði nám hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Viðurkenningin er veitt árlega þeim einstaklingum sem hafa breytt stöðu sinni eftir þátttöku í úrræðum FA, sýnt framúrskarandi árangur, frumkvæði, kjark og náð að yfirstíga ýmiss konar hindranir. Ragnhildur fór í raunfærnimat hjá Fræðslunetinu í janúar 2017 í almennri starfshæfni og hóf kjölfarið nám í Skrifstofuskólanum og í framhaldinu í Menntastoðum. Hún fór síðan í kjölfarið á háskólabrú Keilis og hóf nám haustið 2019 í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Þar er hún nú á öðru ári og stefnir ótrauð á að ljúka BS gráðu frá skólanum. 

Í ávarpi sem Ragnhildur flutti á fundinum undir yfirskriftinni "reynslusögur námsmanna" sagði hún m.a.: ,,Síðustu ár hafa verið nokkuð erfið andlega en þegar ég lít til baka þá get ég ekki verið annað en stolt af þeim árangri sem ég hef náð. Margir persónulegir litlir sigrar sem hafa leitt af sér nokkra stóra áfanga.

Í dag er ég á öðru ári í Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðin þangað hefur alls ekki verið auðveld og hef ég lært alveg ótrúlega margt um sjálfa mig, þá sem standa mér næst og ekki síður um fólk sem er tilbúið að hjálpa manni. Það er nefnilega til ótrúlega mikið af fólki sem vill manni vel og vill hjálpa manni að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. Fólk sem hefur aðra sýn á mann en maður hefur sjálfur.

Ef Eydís eða Sólveig hjá Fræðslunetinu símenntun á Suðurlandi hefðu sagt við mig einhvern tímann á þeim tíma sem ég var í námi hjá Fræðslunetinu að ég ætti einn góðan verðurdag eftir að vera í fullu háskólanámi þá hefði ég aldrei trúað þeim."

Fræðslunetið óskar Ragnhildi innilega til hamingju með tilnefninguna sem hún verðskuldar svo sannarlega. Hún hefur sýnt og sannað að með þrauseigju og dugnaði má láta drauma sína rætast. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.