­

Vert er að vekja athygli á því að Fræðslunetið veitir ókeypis náms- og starfsráðgjöf. Á Fræðslunetinu starfa þrír náms- og starfsráðgjafar, þær Sólveig R. Kristinsdóttir, Sandra D. Gunnarsdóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir. Starfsstöð þeirra er í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Hægt er að panta viðtalstíma eða áhugasviðsgreiningu í síma 560 2030 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þjónustan er ókeypis fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar og er ætluð fullorðnu fólki, 20 ára og eldra.

 

Fræðslunetið mun opna starfsstöð á Hvolsvelli í haust.  Fræðslunetið fær aðstöðu í Tónlistarskóla Rangæinga við Vallarbraut, við hliðina á Héraðsbókasafni Rangæinga, en þar verður skrifstofa og aðgangur að kennslustofu við hliðina, þar sem fjarfudarbúnaðurinn er. Þetta er fyrsta starfsstöðin sem opnuð er annarsstaðar en á  Selfossi og má því segja að um ákveðin tímamót sé að ræða í starfsemi Fræðslunetsins. Áætlað er að starfsstöðin verði opin þrjá daga í viku og verður það auglýst nánar síðar. Starfsmaður á Hvolsvelli verður Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.

utieldun1

Fiskinum pakkað og góðmeti í eftirrétt skorið.

utieldun2

Hópurinn hress og kátur í lok námskeiðs ásamt Guðríði kennara.

Þær létu ekki norðangarrann á sig fá konurnar sem sóttu námskeið í útieldun miðvikudaginn 19. maí sl. sem Guðríður Egilsdóttir heimilisfræðikennari kenndi, enda byrjaði námskeiðið á því að sest var í kringum eldinn við notalega ylinn. Þá hófst brauðbakstur, síðan var eldaður dýrindis fiskréttur, með sætum kartöflum og grænmeti. Í lokin var eftirréttur, fullur af vítamínum snæddur. Hann hafði þá bakast í hinum virðulegasta hlóðapotti. Þess má geta að nemendur í FSu smíðuðu grindina sem potturinn hangir í og einnig borðið góða sem sést á myndunum. Til að skoða fleiri myndir frá námskeiðinu getur þú skroppið á myndavefinn okkar >>>Skreppa þangað<<<

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.