­

grm-netmynd

Flottur hópur 12 hressra þátttakenda í Grunnmenntaskóla útskrifaðist þann 25. nóvember sl. Þá hafði hópurinn lokið 300 stunda námi í nokkrum greinum. Megin áhersla í náminu er lögð á bóklegu greinarnar, íslensku, stærðfræði og ensku og að auki er kennd upplýsingatækni, námstækni og sjálfstyrkingar og þjónustu. Aðalkennarar voru þau Þóra Þórarinsdóttir, Áslaug Ólafsdóttir, Leifur Viðarsson, Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sandra D. Gunnarsdóttir.

Þriðjudaginn 25. október hefst námskeiðið Sterkari starfsmaður. Námið er hannað með hliðsjón af þörfum fólks með stutta skólagöngu sem vill auka færni sína til að takast á við breytingar. Námið er 150 stunda langt og er megin áherslan lögð á tölvu- og upplýsingatækni, samskipi, sjálfstyrkingu og fl. Sjá nánar. Innritun stendur yfir í síma 480 8155.

Það er ekki hægt að segja annað en að vel sé tekið á móti Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Þar eru nú á sjötta tuginn að hefja nám af ýmsu tagi. Í byrjun sepember hófst þar Grunnmenntaskóli og eru nemendur þrettán sem sækja nám alla virka daga frá 12-16. Um þrjátíu manns eru að hefja enskunám á kvöldnámskeiðum og er þar um að ræða ensku 1 og 2 sem verður kennd á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 19.30-21.40. Enn eru laus örfá pláss í enskunni. Á föstudag 30. september hefst  tölvunámskeið fyrir eldri borgara og verður kennt á föstudögum frá kl. 13.30. Þar er eitt pláss laust. Kennslan fer fram í Hvolsskóla. Námskeiðið Manngerðir hellar verður á laugardaginn 1. október í grunnskólanum á Hellu og munu hátt í 20 manns sækja það námskeið sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands og kostar aðeins 3000 kr. Þar eru enn laus pláss vegna forfalla.

Nemendur hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli eru á aldrinum frá 20 ára til níræðs, þannig að einkunnarorð Fræðslunetsins eiga vel við: "Lærum allt lífið".

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.