­

Hátíðarfundur Fræðslunets Suðurlands verður haldinn í hátíðarsal FSu þriðjudaginn 24. janúar kl. 17. Á fundinum mun forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson afhenda styrk Vísindasjóðs Suðurlands.

Fundarstjóri: Gylfi Þorkelsson, formaður stjórnar Fræðslunetsins.

grm-hvolsv

Alls luku 12 nemendur námi í Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli í dag 13. desember. Námið hefur staðið yfir frá því 12. september og er það 300 stunda langt. Alls hófu 14 nemendur nám í haust en 12 luku því eins og áður segir. Þetta er í fyrsta sinn sem Grunnmenntaskóli er haldinn í Rangárvallasýslu og var ekki annað að heyra á þátttakendum en að þeir væru ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að rifja upp og læra ýmislegt nýtt. Helstu kennslugreinar eru íslenska, stærðfræði, enska, upplýsingatækni og sjáflstyrking.

raunfaerni-vefmynd

Útskrifað var úr raunfærnimati í húsasmíði þann 6. desember sl. Matið hefur staðið haust og voru þátttakendur víða að frá Suðurlandi. Ellefu þátttakendur útskrifuðust að þessu sinni en þetta er í annað sinn sem raunfærnimat fer fram hjá Fræðslunetinu. Alls voru metnar 378 einingar og fengu þátttakendur frá 13 einingum uppí 52 einingar. Það voru þau, Sólveig Kristinsdóttir og Svanur Ingvarsson sem sáu um matið fyrir hönd FSu og FnS en einnig voru aðilar frá Iðunni sem sáu um matið. Á myndinni má sjá þátttakendur og aðstandendur matsins frá FSu, FnS og Iðunni ásamt fulltrúa Fit á Suðurlandi.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.