­

Fræðslunetið heldur Grunnmenntaskóla í Þorlákshöfn á haustönn. Grunnmenntaskóli er nám fyrir þá sem vilja styrkja sig í kjarnafögum eða hafa áhuga á að hefja nám að nýju. Kennt verður seinni partinn í grunnskólanum. Námið hentar öllum fullorðnum sem hafa áhuga á að styrkja grunnfærni sína í íslensku, stærðfræði, ensku og tölvu– og upplýsingatækni. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 480 8155 eða í símum 852 1855 og 820 8155. Við erum að innrita núna.

Nýi námsvísirinn er kominn út í vefútgáfu. Hann er troðfullur af glænýjum námskeiðum í bland við gömul og góð námskeið. Kynnið ykkur endilega úrvalið. Við erum þegar farin að innrita. Það er hægt að innrita sig beint í gegnum vefinn okkar með því að velja námskeiðið og velja "skrá mig á þetta námskeið". Einnig er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á skrifstofutíma í síma 480 8155. Skoða nýja námsvísinn pdf. Skoða námsvísinn: gagnvirk útgáfa

nth-hvols2012

Frá vinstri, Maritza, Sigurður, Sveinbjörn, Elva Björk og Bjarki Már.

Það ríkti mikil gleði og ánægja hjá hópnum í Námi og þjálfun sem útskrifaðist þriðjudaginn 22. maí sl. á Hvolsvelli. Allir þátttakendur höfðu lagt mikið á sig til að ljúka náminu og það gerði þessi flotti fimm manna hópur með fullri vinnu. Að öðrum ólöstuðum er vert að vekja athygli á því að Bjarki Már Gunnarsson frá Vík lagði að baki alls 7400 km akstur til að komast í skólann á Hvolsvelli, og það í afar mismunandi veðri eins og þessi vetur sýndi okkur Frónarbúum. Námið hófst í janúar og var kennt fjögur kvöld í viku frá kl. 17-20.30. Öllum tókst að standast þau markmið sem þau höfðu sett sér og er vert að þakka nemendum og kennurum frábæra samvinnu. Skoða fleiri myndir frá útskriftinni.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.