­

Viðbragðsáætlun Fjölheima ágúst 2020

 Í nýrri reglugerð sem Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út varðandi sóttvarnir í skólum eru sett fram ákveðin viðmið sem Fræðslunetið hefur útfært á eftirfarandi hátt:

  • Heimilt er að fjarlægð milli einstaklinga fari niður í einn metra. Seta námsmanna í skólastofum þar sem kennsla á vegum Fræðslunetsins fer fram er miðuð við að einn metri sé á milli námsmanna.
  • Þrif verða aukin í húsakynnum á vegum Fræðslunetsins. Aukin þrif ná til kennslurýma, salerna og sameiginlegra rýma. Sótthreinsun á snertiflötum verður aukin.
  • Umhverfi til að ástunda einstaklingsbundnar sóttvarnir verður bætt. Spritt stöðvum verður fjölgað og boðið verður uppá hanska. Mikil áhersla verður lögð á að kennarar og starfsmenn Fræðslunetsins ástundi einstaklingsbundnar sóttvarnir.
  • Námsmenn sem vilja bera andlitsgrímur eru hvattir til að gera slíkt. Þeir beri sjálfir kostnað af grímunotkuninni.
  • Fræðslunetið leitast við að skipuleggja allt nám þannig að námsmenn geti tekið þátt í því með fjarnámssniði treysti þeir sér ekki til að sækja staðbundið nám. Sumt nám verður þó ekki hægt að skipuleggja og framkvæma með rafrænum hætti eingöngu.
  • Eitt megineinkennið á þessum COVID tímum er óvissa um framtíðina. Í því ljósi er rétt að hafa það í huga að reglugerðir og takmarkanir á skólahaldi geta breyst með stuttum fyrirvara. Því þurfa námsmenn að verða viðbúnir að hluti náms þeirra eða jafnvel allt nám fari fram með rafrænum hætti.

Ef námsmenn telja sig ekki geta sótt staðbundið nám við þessar aðstæður eru þeir hvattir að hafa samband við verkefnastjóra og láta þá vita af því.

Mikilvægt er að allir námsmenn sem sækja staðbundið nám ástundi einstaklingsbundnar sóttvarnir og styðji og hvetji aðra í slíku. Að virða fjarlægðarmörk, spritta sig reglulega, nota hanska og andlitsgrímur er allt eðlilegt og mikilvægt í skólastarfi í dag. 

Vegna heimsfaraldurs COVID-19 verða ekki hefðbundar útskriftir þetta vorið. Útskriftarskírteini og vottorð um námsárangur verður sent í pósti til námsmanna okkar. Á þetta við um námsbrautir FA, brúarnám og raunfærnimat. Skírteini vegna styttra náms, s.s. íslensku- og virkninámskeiða verða send í tölvupósti. Þeir sem óska eftir að fá send prentuð skírteini geta haft samband við afgreiðslu í síma 560 2030 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Due to the pandemic COVID-19, there will be no formal graduation this spring. The diplomas/certificates will be mailed to our students. This is the case for FA programs (all formal study). Certificate for shorter courses, e.g. Icelandic, will be emailed. Those wishing to receive a printed certificate can contact the reception at tel 560 2030 or email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu.

Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki eru rafræn eða í fjarkennslu. Stofnað verður til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki.

Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Þessi tímarammi verður endurskoðaður ef tilefni verður til.

Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir verða samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því námi/námskeiðum sem fræðsluaðilar bjóða upp á innan þessa tímaramma það er frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020

Um leið og Landsmennt hvetur stjórnendur fyrirtækja til þess að sinna sí-og endurmenntun starfsmanna sinna, vill stjórnin koma því á framfæri að tekið verði á móti öllum góðum hugmyndum að fræðslu sem kynnu að nýtast og falla vel að úthlutunarreglum sjóðsins.

Breytingar á úthlutunarreglum eru eftirfarandi:

  • Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, miðað við núverandi reglur, verði hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
  • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar í síma 863 6480 eða á tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.