­

Landsmennt fræðslusjóður Samtaka atvinnnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni býður einstaklingum og fyrirtækum að sækja námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Í ljósi aðstæðna í íslensku samfélagi hefur stjórn Landsmenntar fræðslusjóðs ákveðið bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu eða í fjarkennslu þeim að kostnaðarlausu.

Einnig mun sjóðurinn rýmka úthlutunarreglur sjóðsins sem taka til námskeiða sem ekki eru rafræn eða í fjarkennslu. Stofnað verður til átaks í stafrænni/rafrænni fræðslu innan atvinnulífsins í samstarfi við fræðsluaðila og fyrirtæki.

Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma. Þessi tímarammi verður endurskoðaður ef tilefni verður til.

Nánari útfærsla á átaksverkefninu: Gerðir verða samningar við fræðsluaðila sem bjóða upp á vefnám/fjarnám þar sem fyrirtækjum og einstaklingum er boðin þátttaka í námi/námskeiðum þeim að kostnaðarlausu. Þessir samningar gilda einnig tímabundið og gagnvart því námi/námskeiðum sem fræðsluaðilar bjóða upp á innan þessa tímaramma það er frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020

Um leið og Landsmennt hvetur stjórnendur fyrirtækja til þess að sinna sí-og endurmenntun starfsmanna sinna, vill stjórnin koma því á framfæri að tekið verði á móti öllum góðum hugmyndum að fræðslu sem kynnu að nýtast og falla vel að úthlutunarreglum sjóðsins.

Breytingar á úthlutunarreglum eru eftirfarandi:

 • Endurgreiðslur til fyrirtækja vegna kostnaðar við námskeiðahald, miðað við núverandi reglur, verði hækkaðar úr allt að 75% í allt að 90% af styrkhæfum heildarkostnaði. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
 • Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja verður áfram kr. 130.000 á ári miðað við núverandi reglur. Hlutfalli endurgreiðslu verði hins vegar breytt og verði 90% í stað 75% af kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.
 • Tómstundstyrkir sem nú eru 75% en að hámarki kr. 30.000 á ári verði í sama hámarki og hefðbundnir styrkir, það er kr. 130.000 á ári. Hlutfall endurgreiðslunnar verði sömuleiðis 90% af viðurkenndum kostnaði við námið. Gildistími verði frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar í síma 863 6480 eða á tölvupósti, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Note: This letter is in Icelandic, english and polish.

Uwaga! Niniejsze ogłoszenie dostępne jest w języku islandzkim, angielskim i polskim.

Vegna samkomubanns, sem heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um vegna COVID-19 veirunnar og tekur gildi frá og með 16. mars. Smellið hér

Due to a ban on mass gathering, which has been decided by the Minister of Health for the COVID-19 virus and is effective from 16th March. Please read this

Z powodu zakazu spodkań grupowych, które dzisiajwydał minister zdrowia pzezwirusa COVID-19kursy się nieodbędą. Zakaz spodkań rozpoczoł się16 marca. Przeczytaj to

IN ENGLISH Emergency Response Plan for the COVID-19

IN POLISH Plan postępowania w związku z COVID-19 

Markmið þessarar viðbragðsáætlunar er að taka á óvissuþáttum er tengjast heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.  Markmið áætlunarinnar er að tryggja viðbrögð allra hlutaðeigandi við að halda nauðsynlegri starfsemi stofnunarinnar gangandi við slíkar aðstæður. Í kjölfar þess að neyðarstigi hefur verið lýst yfir mun starfsfólk Fræðslunetsins fylgjastvel með stöðunni á degi hverjum og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í hvívetna. Nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Starfsemi fræðslustofnana þegar neyðarstigi hefur verið lýst yfir

Menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér að eftirfarandi áherslur skulu gilda á neyðarstigi:

 • Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.  
 • Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.  
 • Skipuleggja skal hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.  
 • Skrá skal sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda.  
 • Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.

Vegna húsnæðis/aðstöðu í Fjölheimum

Gerðar hafa verið ráðstafanir vegna veirunnar í Fjölheimum. Upplýsingar um aukið hreinlæti eru vel sýnilegar og á þremur tungumálum. Spritt er aðgengilegt víða um húsið og í öllum kennslustofum, einnig er boðið upp á hanska við innganginn. Góður aðgangur er að handþvotti á salernum hússins. Gerðar hafa verið ráðstafanir varðandi birgðir af spritti, hönskum og grímum. Fyrirtækið Hreint, sem sér um þrif í Fjölheimum, hefur verið beðið um að endurskoða þrifaáætlun sínatil að draga úr smithættu

Vegna starfsfólks og nemenda Fræðslunetsins

 1. Komi til þess að einn eða fleiri starfsmenn hjá Fræðslunetinu smitist af veirunni eða þurfi að fara í sóttkví verður reynt eftir fremsta megni að halda starfseminni gangandi. Starfsfólk Fræðslunetsins á þess kost að geta unnið heiman frá sér, eins og aðstæður og ástand viðkomandi leyfa Eftir atvikum getur námskeið sem viðkomandi  verkefnastjóri kann að stýra verið fellt niður. Skoðuð verða úrræði til að koma í veg fyrir slíkt.  Það sama á við um námsráðgjafa og stjórnanda; þeir reyna eftir megni að vinna heiman frá sér.
 2. Ef kennarar sem starfa sem verktakar hjá Fræðslunetinu eru settir í sóttkví er reynt að gera ráðstafanir með að viðkomandi geti kennt í gegnum fjárkennslubúnað.  Ef kennari veikist þá er námskeiði frestað eða eftir atvikum fellt niður. 
 3. Þurfi nemandi eða hópur nemenda í sóttkví, skal reynt að gera þeim kleift að halda áfram námi sínu í gegnum fjarkennslubúnað.
 4. Sé nemandi eða nemendahópur kvíðinn varðandi framhald náms skulu starfsmenn fara yfir málin með viðkomandi og vera upplýsandi, lausnamiðaðir og róandi í viðbrögðum sínum.
 5. Veikist nemandi og þarf að draga sig úr námi vegna þess er farið eftir ráðleggingum sóttvarnarlæknis um hugsanlegar takmarkanir og umgengni annarra í kjölfarið.  Reynt skal eins og hægt er að viðkomandi geti síðar haldið áfram námi eða lokið námi.
 6. Komi til lokunar húsnæðis (samkomubanns) er farið eftir verklagsreglum Fræðslunetsins varðandi upplýsingagjöf og framhald starfseminnar en henni verður framhaldið að einhverju leyti t.d. í gegnum fjarkennslubúnað. Upplýsingar meðan á samkomubanni stendur eru mikilvægar svo og upplýsingar um með hvaða hætti starfsemin hefst aftur.

Samskiptaleiðir

Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar varðandi heimsfaraldurinná netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.    Símsvörun er í síma 560 2030.   
Upplýsingar umstöðu mála hjá Fræðslunetinu munu birtast á www.fraedslunet.is

Ábyrgðaraðili: Eyjólfur Sturlaugsson 

Síðast uppfært 11.03.2020

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.