­

Nú erum við í óðaönn að innrita á íslenskunámskeið sem haldin eru fyrir útlendinga. Við bjóðum uppá íslensku 1-4 víða á Suðurlandi, Þorlákshöfn, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Uppsveitum, Vík, Klaustri, Öræfum og Höfn. Hægt er að skoða öll námskeiðin hér.

Eftirfarandi námsbrautir eru í undirbúningi á haustönn. Með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. er hægt að fá frekari upplýsingar um námið, fá tíma hjá náms- og starfsráðgjafa og innrita sig í nám. Smellið á heiti námsins til að fá ferkari upplýsingar. 

 

Útskrift á Höfn í Hornafirði

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.