­
Útskriftarhópur Menntastoða

Formlegu skólastarfi vorannar lauk með útskriftarhátíð á Hótel Selfossi fimmtudaginn 3. júní sl. Þá útskrifuðust þeir sem hafa lokið einingabæru námi af einhverju tagi. Fimmtán námsmenn luku Menntastoðum og níu námsmenn útskrifuðst af þjónustubrautum. Starfið í vetur hefur gengið vel og verið blómlegt þrátt fyrir hinn umtalaða faraldur. Starfsfólkið brást fljótt við og setti nám yfir í fjarnám þegar ekki var mögulegt að halda úti staðkennslu. Reyndar er stór hluti náms hjá Fræðslunetinu ávallt í fjarkennslu svo af þessu sköpuðust engin vandræði, enda allir orðnir vel sjóaðir í krísustjórnun. Það er fróðlegt að skoða tölur yfir fjölda námsmanna okkar og kemur fjöldinn sem stundar nám eða nýtur ráðgjafar hjá Fræðslunetinu örugglega mörgum á óvart, en alls voru það tæplega 1100 manns nú á vorönn.

Nám á haustönn hefst 17. ágúst. Þá  hefst nám í Menntastoðum, nám á Félagsliðabrú hefst 18. ágúst og nám á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hefst þann 8. september. Sjá nánar: Formlegt nám

Íslenskunámskeiðin hefjast 23. ágúst með íslensku 1 á Selfossi og námskeiðin hefjast síðan eitt af öðrun næstu vikur. Sjá nánar: Íslenskunámskeið

Innritun í nám og á námskeið er hér á vefnum okkar: Innritun í nám

 Catherine R. Gallagher og forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson

Fimmtudaginn 14. janúar 2021 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölheimum á Selfossi. Að þessu sinni voru aðeins 10 manns viðstaddir vegna sólttvarnaraðgerða en fundinum var jafnframt streymt á netinu og fylgdist á fjórða tug með honum með þeim hætti. Eins og áður heiðraði forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, samkomuna með nærveru sinni.

Að þessu skiptist styrkur sjóðsins milli þriggja styrkþega:

Benedikt Traustason, en hann vinnur að meistararitgerð í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Vistfræði birkis á Suðurlandi og takmarkandi þættir fyrir landnám þess. Samhliða loftslagsbreytingum hefur sjálfgræðsla birkis aukist en verkefni Benedikts miðar m.a. að því að afla skilnings á því hvaða staðbundnu aðstæður liðka fyrir eða hamla viðgangi og landnámi birkis á Suðurlandi.
Catherine R. Gallagher, en hún vinnur að doktorsverkefni í jarðfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Characterising ice-magma interactions during a shallow subglacial fissure eruption: northern Laki, a case study. Rannsóknin fjallar um samspil íss og kviku í sprungugosi undir þunnri jökulhettu og nýtir sér Skaftáreldana 1783-84 sem vettvangsdæmi. Skilningur á eldvirkni við fyrrnefndar aðstæður er mikilvægur þar sem jöklar hörfa nú æ meir.
Maite Cerezo, en hún vinnur að doktorsverkefni í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Tengsl varpþéttleika, atferlis og stofnstjórnunar hjá spóa. Ein birtingarmynd hnignandi líffjölbreytni er mikil fækkun farfugla, og vega þar þungt eyðing búsvæða af mannavöldum auk loftslagsbreytinga. Sunnlendingar bera ábyrgð á stórum hluta heimsstofns spóans og er þess vænst að rannsóknin geti stutt við vernd spóastofnsins og skyldra tegunda.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.