­

thjonustulidar

Námsbrautinni Þjónusutliðar sem kennd hefur verið í Hveragerði á vorönn lauk þann 3. maí sl. Fulltrúar frá Eflingu, Ási og Heilsustofnun mættu á útskriftina. Alls útskrifuðust níu úr þessu 80 stunda námi sem haldið var í samvinnu við Eflingu. Námsmennirnir eru starfsmenn Áss hjúkrunarheimilis og Heilsustofnunar í Hvergerði og eru allir félagar í Eflingu, stéttarfélagi. Bæði útskriftin og kennsla fóru fram í húsnæði Eflingar í Hveragerði. Mikil ánægja var meðal nemenda og kennara með námið og aðstöðuna og var starfsmönnum Eflingar þakkað sérstaklega fyrir samstarfið.

Námsbrautin „Þjónustuliðar – grunnám” er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun,  starfa  í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum.  Í Þjónustuliðanáminu er lögð áhersla á rétta líkamsbeitingu, meðferð efna af ýmsu tagi, hreinlæti og þjónustulund.

fag_III_Hv

Fagnámskeiði III lauk 24. apríl sl. Vaskur hópur 12 kvenna frá Hjúkrunar- og dvalaheimilinu Lundi á Hellu og frá Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli sótti námið af kappi. Mæting þeirra var óvenju góð og var helmingur hópsins með 100% mætingu. Kennarar voru þau Lilja Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Leifur Viðarsson kennari. Námskeiðið er 77 stunda langt og stóð námið frá 23. janúar - 24. apríl. Aðal námsþættir eru: umönnun aldraðra, aðhlynning rúmliggjandi, lyf og lyfjagjöf, algengar geðraskanir og tölvan í vinnunni. Skoða myndir frá útskriftinni.

skrst

Tímamót voru í starfsemi Fræðslunetsins þann 16. apríl sl. þegar í fyrsta sinn var útskrifað úr Skrifstofuskóla. Það voru 15 nemendur sem hófu nám í skólanum í byrjun árs og 14 útskrifuðust. Allt voru það konur.  Námið er alls er námið 240 stundir og samanstendur af eftirfarandi námsþáttum: Sjálfsstyrking og samskipti, námstækni, tölvu- og upplýsingaleikni,  verslunarreikningur og bókhald, þjónusta, enska Færnimappa

Í framhaldinu er að hefjast raunfærnimat í skrifstofugreinum og mun hluti hópsins fara í matið.

Á útskriftina komu nokkrir góðir gestir, s.s. fulltrúar VMST og Virk og fulltrúar Verslunarmannafélags Suðurlands,  þeir Guðmundur Gils Einarsson og Þór Hreinsson sem færðu námskonunum forláta handgerða penna að gjöf af þessu tilefni. Í máli Söndru D. Gunnarsdóttur, verkefnastjóra Fræðslunetsins kom fram að Fræðslunetið hefur átt mjög gott samstarf við þessa aðila í sambandi við undirbúning og framkvæmd námskeiðsins og lýstu þessir aðilar yfir mikilli ánægju með námið.

Skoða fleiri myndir frá útskriftinni.


 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.