­

Fræðslunetið hefur opnað nýjan vef. Hér verður hægt að finna allar upplýsingar um starfsemina. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námskeið með því að velja námskeið á valseðli, einnig er hægt að velja kennslustaði og þá er hægt að sjá þau námskeið sem kennd eru á viðkomandi stað. Hægt er að velja hvenær námskeið byrja og hvaða námskeið eru í gangi og skoða upplýsingar um námskeið dagsins, t.d. hvar og hvenær á að mæta. 

Nú eru flestar námsbrautir farnar í gang á haustönninni og mikill fjöldi námsmanna sem hefur innritað sig og hafið nám. Enn vantar örfáa þátttakendur í Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli svo hægt sé að hefja námið þar.  Hér má sjá hvaða nám er í gangi á haustönn og hvað nám á eftir að fara í gang. Það er sjálfsagt að hafa samband í síma 4808155 ef þið hafið áhuga á að innritast á einhverja þeirra námsbrauta sem enn eru ekki farnar í gang. Flestar brautirnar má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

 

Frá undirritun samningsins, fulltrúar frá Árborg og þeim stofnunum sem starfa munu í Sandvík.

Það var ánægjuleg stund í sögu Fræðslunetsins þegar samningur um leigu á Sandvík var undirritaður við sveitarfélagið Árborg.  Reiknað er með að starfsemin flytjist í Sandvík í desember n.k. en framkvæmdir við lagfæringar á húsinu eru þegar hafnar.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.