­

Nýi námsvísirinn er kominn út í vefútgáfu. Hann er troðfullur af glænýjum námskeiðum í bland við gömul og góð námskeið. Kynnið ykkur endilega úrvalið. Við erum þegar farin að innrita. Það er hægt að innrita sig beint í gegnum vefinn okkar með því að velja námskeiðið og velja "skrá mig á þetta námskeið". Einnig er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja á skrifstofutíma í síma 480 8155. Skoða nýja námsvísinn pdf. Skoða námsvísinn: gagnvirk útgáfa

nth-hvols2012

Frá vinstri, Maritza, Sigurður, Sveinbjörn, Elva Björk og Bjarki Már.

Það ríkti mikil gleði og ánægja hjá hópnum í Námi og þjálfun sem útskrifaðist þriðjudaginn 22. maí sl. á Hvolsvelli. Allir þátttakendur höfðu lagt mikið á sig til að ljúka náminu og það gerði þessi flotti fimm manna hópur með fullri vinnu. Að öðrum ólöstuðum er vert að vekja athygli á því að Bjarki Már Gunnarsson frá Vík lagði að baki alls 7400 km akstur til að komast í skólann á Hvolsvelli, og það í afar mismunandi veðri eins og þessi vetur sýndi okkur Frónarbúum. Námið hófst í janúar og var kennt fjögur kvöld í viku frá kl. 17-20.30. Öllum tókst að standast þau markmið sem þau höfðu sett sér og er vert að þakka nemendum og kennurum frábæra samvinnu. Skoða fleiri myndir frá útskriftinni.

isl-hvols

Nokkrir þátttakenda í íslensku á Hvolsvelli ásamt kennurum sínum.

Eftir áramótin hefur stór hópur útlendinga stundað íslenskunám á Hvolsvelli, námið sem er 60 stunda langt hefur verið kennt einu sinni í viku frá því í janúar. Kennt var í þremur hópum, íslensku I-III. Kennarar voru þau Auður Friðgerður Halldórsdóttir og Jaroslaw Dudziak sem bæði starfa sem kennarar við Hvolsskóla. Þátttakendur voru starfsmenn nokkurra fyrirtækja á svæðinu, s.s. Hótels Rangár, Reykjagarðs, Prjónavers og SS, auk fleiri þátttakenda sem búa í sýslunni. Í vikunni lauk náminu og voru það alls 43 nemendur sem útskrifuðust.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.