­

Nú eru flestar námsbrautir farnar í gang á haustönninni og mikill fjöldi námsmanna sem hefur innritað sig og hafið nám. Enn vantar örfáa þátttakendur í Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli svo hægt sé að hefja námið þar.  Hér má sjá hvaða nám er í gangi á haustönn og hvað nám á eftir að fara í gang. Það er sjálfsagt að hafa samband í síma 4808155 ef þið hafið áhuga á að innritast á einhverja þeirra námsbrauta sem enn eru ekki farnar í gang. Flestar brautirnar má meta til eininga á framhaldsskólastigi.

 

Frá undirritun samningsins, fulltrúar frá Árborg og þeim stofnunum sem starfa munu í Sandvík.

Það var ánægjuleg stund í sögu Fræðslunetsins þegar samningur um leigu á Sandvík var undirritaður við sveitarfélagið Árborg.  Reiknað er með að starfsemin flytjist í Sandvík í desember n.k. en framkvæmdir við lagfæringar á húsinu eru þegar hafnar.

Fræðslunetið heldur Grunnmenntaskóla í Þorlákshöfn á haustönn. Grunnmenntaskóli er nám fyrir þá sem vilja styrkja sig í kjarnafögum eða hafa áhuga á að hefja nám að nýju. Kennt verður seinni partinn í grunnskólanum. Námið hentar öllum fullorðnum sem hafa áhuga á að styrkja grunnfærni sína í íslensku, stærðfræði, ensku og tölvu– og upplýsingatækni. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 480 8155 eða í símum 852 1855 og 820 8155. Við erum að innrita núna.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.