­

sandvik small-1Fræðslunetið flytur fljótlega í Sandvíkursetur við Bankaveg. Fyrirhugað er að skrifstofan flytji 15. desember n.k. en önnur starfsemi um áramótin. Um þessar myndir er verið að innrétta húsnæðið sem áður hýsti Sandvíkurskóla. Starfsfólk Fræðslunetsins bindur miklar vonir við að nýja húsnæðið megi henta námsmönnum mun betur og að þar megi eflast og vaxa blómleg starfsemi. 

Það var glatt á hjalla þegar útskrifað var úr frumkvöðlasmiðju nýverið. Þetta er í fyrsta sinn sem frumkvöðlasmiðja er haldin hjá Fræðlsunetinu en það var gert í samstarfi við Símenntun á Vesturlandi. Kennari var G. Ágúst Pétursson. Þátttakendur í smiðjunni gerðu fjölbreytt og spennandi verkefni sem gaman verður að fylgjast með hvort verða að alvöru fyrirtækjum í framtíðinni. 

Fræðslunetið hefur opnað nýjan vef. Hér verður hægt að finna allar upplýsingar um starfsemina. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námskeið með því að velja námskeið á valseðli, einnig er hægt að velja kennslustaði og þá er hægt að sjá þau námskeið sem kennd eru á viðkomandi stað. Hægt er að velja hvenær námskeið byrja og hvaða námskeið eru í gangi og skoða upplýsingar um námskeið dagsins, t.d. hvar og hvenær á að mæta. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.