­

Lionsklúbburinn Embla veitti Fræðsluneti Suðurlands styrk til tækjakaupa að upphæð 100.000 kr. Styrkurinn var veittur til tækjakaupa sem nýtist í námskeiðahaldi fyrir fatlað fólk á Suðurlandi. Um er að ræða rofa og annan búnað sem gerir blindu- eða sjónskertu fólki og fólki með skerta hreyfigetu kleift að nýta sér þá skemmtun og afþreyingu sem tölvutæknin býður upp á. Sem dæmi má nefna; að velja lög á youtube og að stjórna tölvuleik með því að láta eitthvað gerast. Fræðslunetið færir þeim Emblukonum kærar þakkir fyrir.
Emblukonur afhenda styrkinn

 Hér afhenda Emblukonur Rakel ásamt tveimur þátttakendum á námskeiðinu Rofar- og umhverfisstjórnun styrkinn.

 Á myndinni eru frá vinstri: Margrét Jónsdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Guðmunda Auðunsdóttir, Stefán Smári Friðgeirsson og Ragnar Bjarki Ragnarsson.

Sævar Gunnarsson

Sjá tölu Sævars þegar hann tók við viðukenningunni.

Sævar Gunnarsson  hlaut á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Sævar hefur verið í námi hjá Fræðslunetinu 2010 – 2012. Hann byrjaði á því að fara í raunfærnimat í húsasmíði og fékk þar 54 einingar metnar sem er afar góður árangur.  

Nýtt fréttabréf Starfsmenntar er komið út. Það má skoða hér.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.