­
Um þessar mundir fagnar Félag náms- og stafsráðgjafa 35 ára afmæli en þann 20. október síðastliðinn voru 10 ár síðan haldið var fyrst uppá dag náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Á síðasta ári voru 25 ár síðan námsbraut náms- og starfsráðgjafar var stofnuð við Háskóla Íslands. 
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu svo sem með börnum og unglingum í grunn- og framhaldsskólum, með fullorðnum á háskólastigi og í símenntunarmiðstöðvum. Einnig starfa náms- og starfsráðgjafar við fræðslustörf og stjórnun hjá einkafyrirtækjum. Hér á Suðurlandi starfa um það bil 15 náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum og hjá Fræðslunetinu-símenntun á Suðurlandi.
 

Ef þú ert námsmaður er próftaka eitt af því sem þú getur ekki forðast. Með því að huga vel að undirbúningi fyrir próf og árangursríkri námstækni þá eru meiri líkur á því að þú dragir úr álagi og komir í veg fyrir óþarfa streitu og kvíða. Það má skipta prófundirbúningi í tvo hluta; efnislega yfirferð og námstækni annars vegar og hins vegar persónulegan undirbúning.

Í febrúar 2013 fékk Fræðslunetið gæðavottun EQM sem stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið. Það er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. Árið 2010 voru í fyrsta skipti sett lög um framhaldsfræðslu á Íslandi en framhaldsfræðla er í raun menntun og fræðsla fyrir fullorðna. Í þessum lögum er þeim sem annast framhaldsfræðslu gert skylt að sækja um til Mennta- og menningarráðuneytisins að verða viðurkenndur fræðsluaðili og til að hljóta slíka viðurkenningu þarf fyrirtækið að vera gæðavottað. Fræðslunetið er nú viðurkenndur fræðsluaðili og uppfyllir þær kröfur sem Mennta- og menningaráðuneytið gerir til þess. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.