­

Ef þú ert námsmaður er próftaka eitt af því sem þú getur ekki forðast. Með því að huga vel að undirbúningi fyrir próf og árangursríkri námstækni þá eru meiri líkur á því að þú dragir úr álagi og komir í veg fyrir óþarfa streitu og kvíða. Það má skipta prófundirbúningi í tvo hluta; efnislega yfirferð og námstækni annars vegar og hins vegar persónulegan undirbúning.

Í febrúar 2013 fékk Fræðslunetið gæðavottun EQM sem stendur fyrir European Quality Mark eða Evrópska gæðamerkið. Það er gegnsætt matsferli fyrir fræðsluaðila til að meta starfshætti sína út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. Árið 2010 voru í fyrsta skipti sett lög um framhaldsfræðslu á Íslandi en framhaldsfræðla er í raun menntun og fræðsla fyrir fullorðna. Í þessum lögum er þeim sem annast framhaldsfræðslu gert skylt að sækja um til Mennta- og menningarráðuneytisins að verða viðurkenndur fræðsluaðili og til að hljóta slíka viðurkenningu þarf fyrirtækið að vera gæðavottað. Fræðslunetið er nú viðurkenndur fræðsluaðili og uppfyllir þær kröfur sem Mennta- og menningaráðuneytið gerir til þess. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.