- Details:
Fjarkennslu vex fiskur um hrygg
Í vetur hefur starfsemin á Hvolsvelli verið einkar blómleg. Boðið hefur verið uppá nám af ýmsu tagi, bæði í stað- og fjarkennslu. Nú stunda þrír námsmenn nám í svæðisleiðsögn og sex í skrifstofuskóla. Að auki stunda nokkrir nám á leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú, á félagsliðabrú og í Menntastoðum sem er nám til undirbúnings náms á háskólabrú. Námið er kennt í fjarkennslu en það gefur fólki á fámennari stöðum tækifæri til að stunda formlegt nám í heimabyggð. Nám sem veitir fólki ákveðin starfsréttindi og er mikilvægt til að efla mannauðinn á svæðinu. Hér stunda einnig nokkrir háskólanemar nám sem nýta sér aðstöðuna.
- Details:
Námsframboð haustannar af einingabæru námi hjá Fræðslunetinu hefur sjaldan verið eins fjölbreytt og nú í haust. Alls er boðið upp á sex mismunandi námsbrautir og eru þær kenndar ýmist í dreif- og/eða staðnámi. Hér ná nefna námsbrautir eins og Grunmenntaskóla, Menntastoðir og Sölu- markaðs- og rekstrarnám. Einnig fór af stað í september sl. nám í svæðisleiðsögn í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Námsmenn koma víða að af Suðurlandi enda er starfssvæði Fræðslunetsins víðfeðmt, eða allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði.
- Details: