­
Bryndís Þráinsdóttir hjá Farskólanum
Bryndís Þráinsdóttir skrifar:
"Við erum alltaf að læra. Á hverjum einasta degi söfnum við í sarpinn fjölbreyttri reynslu sem nýtist okkur bæði í leik og starfi. Lífsreynslu okkar fáum við í gegnum fjölskyldulíf, starfið okkar, tómstundir og úr námi, bæði formlegu og óformlegu. Þessi samanlagða reynsla okkar er kölluð raunfærni.

Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis

Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar:

"Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi.

Valgeir Blöndal Magnússon
Valgeir B. Magnússon skrifar:
"Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.