­
Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis

Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar:

"Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi.

Valgeir Blöndal Magnússon
Valgeir B. Magnússon skrifar:
"Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.

Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis
Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis, samtaka símenntunarmiðstöðva skrifar:
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“
Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.