­
Á myndinni eru f.v. Sveinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Vísindasjóðs Suðurlands, Anna Selbann styrkþegi, Hugrún Hannesdóttir styrkþegi, Birna Lárusdóttir styrkþegi og hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.

Þann 12. janúar fór fram hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2022. Fundurinn var nú, í fyrsta skipti eftir Covid, haldinn með hefðbundnum hætti í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meginefni fundarins var að úthluta styrkjum til rannsóknarstarfs á Suðurlandi. Umsækjendur um styrki voru fimm þetta árið og voru þrír þeirra styrktir um samtals 1.600.000 kr. Það var Sveinn Aðalsteinsson sem kynnti niðurstöður stjórnar sjóðsins og forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti styrkina.

Fræðslunetið óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkina og þakkar öllum þeim fjölmörgu bakhjörlum á Suðurlandi sem standa að sjóðnum fyrir stuðninginn í gegnum árin.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.