­
Leikskólaliðar og stuðningsfulltrúar vorið 2022

Um þessar mundir eru tíu ár síðan að Fræðslunetið bauð í fyrsta sinn upp á nám fyrir félagsliða. Í þessum fyrsta hópi skráðu sig 12 þátttakendur. Námið var skipulagt til tveggja ára og kennt var tvisvar í viku. Eftir þetta fyrsta ár var komin góð reynsla á námsfyrirkomulagið og því fór Fræðslunetið af stað með sambærilegt nám fyrir starfsfólk leikskóla og haustið 2013 var í fyrsta sinn boðið upp á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Síðan þá hafa báðar þessar námsbrautar verið vel sóttar og í heildina hafa 149 einstaklingar útskrifast úr náminu.

 

Námið er skipulagt í dreifnámi og í vendikennslu en það felur í sér að námsmenn hafa aðgang að fyrirlestrum sem þeir hlusta á þegar þeim hentar. Einu sinni í viku hittast þeir ásamt leiðbeinenda og ræða efni fyrirlestursins og vinna ýmis verkefni bæði einstaklingslega en líka í hópi. Þátttakendur koma víða að enda nær starfssvæði Fræðslunetsins frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri. Eins hefur það færst í vöxt að þátttakendur séu frá öðrum landssvæðum.

Umræðu- og verkefnatímarnir eru sendir út í gegnum samskiptaforritið Teams þannig að þátttakendur eru ýmis í starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi – Fjölheimum eða heima hjá sér. Á hverri önn eru kenndir þrír – fjórir áfangar og eingöngu einn áfangi í einu en það fyrirkomulag hefur hentað mjög vel. Námið nær yfir tvö ár á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrúnni en yfir þrjú ár á Félagsliðabrúnni. Fyrstu tvö árin er hægt að taka hjá Fræðslunetinu en seinni hlutann eingöngu í framhaldsskóla til þess að útskrifast sem félagsliði.

Í vetur eru 19 þátttakendur skráðir á Félagsliðabrú og 29 þátttakendur á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú. Þess má geta að stór hluti af þessum þátttakendum tók þátt í raunfærnimati fyrir þessar námsbrautir í vor og fengu þó nokkuð af áföngunum í náminu metna. Frekari upplýsingar um brúarnámið og raunfærnimat er hægt að nálgast hjá náms- og starfsráðgjöfum Fræðslunetsins þeim Eydísi Kötlu, Söndru og Sólveigu.

Eydís Katla Guðmundsdóttir,
náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri með brúarnámi

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.