­
Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.
Fræðslunetið hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að fræðsluverkefni með ferðaþjónustuklasa í Hveragerði, sem kallað er Fræðslustjóri að láni.  Í klasanum voru fimm fyrirtæki; Hótel Örk, Almar bakari, Frost og funi, Skyrgerðin og Gistiheimilið Frumskógar. Verkefnið fólst í að gera greiningu á fræðsluþörfum hjá fyrirtækjunum. Í framhaldinu var gerð fræðsluáætlun og boðið upp á námskeið í samræmi við niðurstöður greiningarinnar.
Haldin voru átta námskeið sem náðu til allra starfsmanna og stjórnenda fyrirtækjanna. Hóparnir sem sóttu námskeiðin urðu alls 18, en það gerir að meðaltali eitt námskeið á mánuði meðan á verkefninu stóð. Námskeiðin voru fjölbreytt og snerta með einum eða öðrum hætti ýmsa þætti ferðaþjónustunnar. Eftirfarandi námskeið voru haldin: Ferðaþjónusta -umhverfi og menning, Þjónusta og gestrisni, Skyndihjálp, Meðferð matvæla, Samskiptamiðlar og sýnileiki í ferðaþjónustu, Hagnýt mannauðsstjórnun, Tíma- og verkefnastjórnun og Streita og streitustjórnun.
Fyrstu námskeiðin voru haldin í apríl 2017 og þau síðustu nú í byrjun nóvember. Þegar síðasta námskeiðinu lauk fóru verkefnastjórar Fræðslunetsins, þær Sandra D. Gunnarsdóttir og Dýrfinna Sigurjónsdóttir og afhentu forsvarsmönnum fyrirtækjanna blómvönd og skjal til staðfestingar á þátttöku í verkefninu. Góður rómur var gerður að samstarfinu sem mun halda áfram þó þessari fræðsluáætlun sé lokið. Markviss fræðsla er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja sem vilja skara fram úr og þetta verkefni hefur sýnt að samvinna af þessu tagi getur verið góð fyrirmynd að samstarfi fyrirtækja í fræðslumálum.

Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.