­

Menntastoðir hefjast mánudaginn 20. ágúst. Enn eru örfá sæti laus í náminu sem tekur einn vetur. Kennt er síðdegis og er námið með dreifnámssniði og því hægt að stunda það óháð búsetu. 

Menntastoðir má meta til allt að 50 eininga (gamlar) á framhaldsskólastigi og veita þær m.a. aðgang að háskólabrúarnámi. Einnig eru áfangarnir mjög hentugir fyrir þá sem eru t.d. að afla sér eininga til að ljúka iðnnámi. Kennslugreinar eru íslenska, stærðfræði, enska, danska og upplýsingatækni. Námið er á fyrsta og öðru þrepi íslenska hæfnirammans um menntun sem samsvarar til fyrstu tveggja ára framhaldsskólans. Námsskráin sem kennt er eftir er ný og endurskoðuð 2018. 

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námið betur geta skoðað námsskrána hér. Hafið samband við Eydísi Kötlu í síma 560 2030 og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Hún svarar fyrirspurnum og skráir fólk í námið. 

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is