­
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í NOTENDARÁÐI?
Fræðslunetið auglýsir eftir fólki sem vill starfa í notendaráði og hafa þannig áhrif á málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi. Umsóknarfrestur í notendaráðið er til 6. mars og skal sækja um hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða beint hjá Lilju Össurardóttur, verkefnastjóra símenntunar fatlaðs fólks; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í notendaráði verða 4-6 einstaklingar en fleiri gætu komist að á námskeiðin sem Fræðslunetið hefur skipulagt til undirbúnings setu í ráðinu. Námskeiðið hefst 13. mars og verður 13 skipti.
Það er þjónusturáð Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks sem ákvað að stofna notendaráð sem eingöngu er skipað fötluðu fólki. Starf notendaráðs er að gefa álit sitt á allri stefnumótun um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi ásamt því að taka upp mál að eigin frumkvæði.
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.