­
Þátttakendur í myndlistarsmiðju
Miðvikudaginn 18. maí sl. voru tveir hópar útskrifaðir frá Fræðslunetinu - símenntun á Suðurlandi. Annars vegar útskrifuðust 11 nemendur úr Myndlistarsmiðju og í tilefni útskriftarinnar var opnuð myndlistarsýning með verkum nemenda í Svavarssafni sem skartar glæsilegum myndum þátttakenda. Fengu hæfileikar heimafólks svo sannarlega að njóta sín á sýningunni.
Hátt í 80 manns mættu í sjálfa útskriftina og enn fleiri hafa gert sér ferð í Svavarssafn til þess að njóta sýningarinnar. Þess má geta að sýningin verður opin út föstudaginn 27. maí.
Sama dag útskrifuðust einnig 21 einstaklingur úr raunfærnimati í Verslunarfærni. Haldið var upp á það í Svavarssafni. Þetta er í fyrsta sinn sem raunfærnimat í Verslunarfærni er lagt fyrir á landsvísu. Með raunfærnimati fær fólk með langa starfsreynslu færni sína og reynslu staðfesta og metna þrátt fyrir að hafa ekki lokið formlegri skólagöngu. Það eru því mörg tækifærin sem gefast í framhaldinu.
 
Verslunarfærni

Útskriftarhópurinn úr raunfærnimati í verslunarfærni.

 eyrunogeyjolfur
  Eyrún verkefnastjóri og Eyjólfur framkvæmdastjóri útskrifa hópana.
 
­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is
Vefkökur auðvelda þér að ferðast um vefinn okkar. | Cookies make it easier for us to provide you with our services.