­

thjonustulidar

Námsbrautinni Þjónusutliðar sem kennd hefur verið í Hveragerði á vorönn lauk þann 3. maí sl. Fulltrúar frá Eflingu, Ási og Heilsustofnun mættu á útskriftina. Alls útskrifuðust níu úr þessu 80 stunda námi sem haldið var í samvinnu við Eflingu. Námsmennirnir eru starfsmenn Áss hjúkrunarheimilis og Heilsustofnunar í Hvergerði og eru allir félagar í Eflingu, stéttarfélagi. Bæði útskriftin og kennsla fóru fram í húsnæði Eflingar í Hveragerði. Mikil ánægja var meðal nemenda og kennara með námið og aðstöðuna og var starfsmönnum Eflingar þakkað sérstaklega fyrir samstarfið.

Námsbrautin „Þjónustuliðar – grunnám” er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun,  starfa  í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum.  Í Þjónustuliðanáminu er lögð áhersla á rétta líkamsbeitingu, meðferð efna af ýmsu tagi, hreinlæti og þjónustulund.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.