­

grm-hvolsv

Alls luku 12 nemendur námi í Grunnmenntaskóla á Hvolsvelli í dag 13. desember. Námið hefur staðið yfir frá því 12. september og er það 300 stunda langt. Alls hófu 14 nemendur nám í haust en 12 luku því eins og áður segir. Þetta er í fyrsta sinn sem Grunnmenntaskóli er haldinn í Rangárvallasýslu og var ekki annað að heyra á þátttakendum en að þeir væru ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að rifja upp og læra ýmislegt nýtt. Helstu kennslugreinar eru íslenska, stærðfræði, enska, upplýsingatækni og sjáflstyrking.

Fyrirhugað er að eftir áramótin hefjist kennsla í almennum bóklegum greinum, þ.e. íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku á námsleiðinni Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Reikna má með að kennsla fari fram frá kl. 17 á daginn fjóra daga vikunnar. Þeir sem hafa áhuga á því námi er bent á að tala við Steinunni í síma 4835189 eða senda tölvupóst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Smelltu hér til að skoða fleiri myndir frá útskriftinni.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.