­

Það er ekki hægt að segja annað en að vel sé tekið á móti Fræðslunetinu á Hvolsvelli. Þar eru nú á sjötta tuginn að hefja nám af ýmsu tagi. Í byrjun sepember hófst þar Grunnmenntaskóli og eru nemendur þrettán sem sækja nám alla virka daga frá 12-16. Um þrjátíu manns eru að hefja enskunám á kvöldnámskeiðum og er þar um að ræða ensku 1 og 2 sem verður kennd á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 19.30-21.40. Enn eru laus örfá pláss í enskunni. Á föstudag 30. september hefst  tölvunámskeið fyrir eldri borgara og verður kennt á föstudögum frá kl. 13.30. Þar er eitt pláss laust. Kennslan fer fram í Hvolsskóla. Námskeiðið Manngerðir hellar verður á laugardaginn 1. október í grunnskólanum á Hellu og munu hátt í 20 manns sækja það námskeið sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands og kostar aðeins 3000 kr. Þar eru enn laus pláss vegna forfalla.

Nemendur hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli eru á aldrinum frá 20 ára til níræðs, þannig að einkunnarorð Fræðslunetsins eiga vel við: "Lærum allt lífið".

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.