­

Fræðslunetið mun opna starfsstöð á Hvolsvelli í haust.  Fræðslunetið fær aðstöðu í Tónlistarskóla Rangæinga við Vallarbraut, við hliðina á Héraðsbókasafni Rangæinga, en þar verður skrifstofa og aðgangur að kennslustofu við hliðina, þar sem fjarfudarbúnaðurinn er. Þetta er fyrsta starfsstöðin sem opnuð er annarsstaðar en á  Selfossi og má því segja að um ákveðin tímamót sé að ræða í starfsemi Fræðslunetsins. Áætlað er að starfsstöðin verði opin þrjá daga í viku og verður það auglýst nánar síðar. Starfsmaður á Hvolsvelli verður Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.

Þá er fyrirhugað að halda Grunnmenntaskóla í Rangárvallasýslu ef næg þátttaka fæst. Eru allir þeir sem hafa hug á að fara í nám eða vilja styrkja stöðu sína hvattir til að hafa samband við Fræðslunetið í síma 480 8155 eða með netpósti:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þeir sem vilja kynna sér betur Grunnmenntaskólann geta skoðað námsvísi hér. Einnig er hægt að skoða kynningarbækling hér. Grunnmenntaskóli er 300 stunda nám sem samanstendur af sjálfstyrkingu, námstækni, íslensku, stærðfræði, ensku og upplýsingatækni. Lögð er áhersla á að styrkja námsmenn almennt í námi og að undirbúa frekara nám á framhaldsskólastigi.

­
©2018 Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 | vefstjórn: steinunnosk@fraedslunet.is

Við notum vafrakökur á vefsíðu okkar, m.a. til að bæta notendaupplifun. Þú ákveður hvort þú vilt leyfa smákökur eða ekki. We use cookies on our website. Some of them are essential for the operation of the site, while others help us to improve this site and the user experience (tracking cookies). You can decide for yourself whether you want to allow cookies or not. Please note that if you reject them, you may not be able to use all the functionalities of the site.